Er von á að spurt sé. Ekki er nokkur vafi á að sá hryllingur sem menn stóðu fyrir í tíð Orkuveitunnar hefur áhrif á okkar lífsafkomu. Erum við tilbúin að sætta okkur við að tiltuglega fámennur hópur manna geti hagað sér með þeim hætti sem stjórnendur OR hafa gert. Á undanförnum árum hefur mér fundist þetta fara hríð versnandi. Óvirðing gagnvart samfélaginu, ábyrgðarleysi gagnvart fólki og fyrirtækjum. Þetta fann ég svo stert fyrir þegar ég kom yfir til OR frá Rafmagnsveitunni. Ég veit að ég var ekki einn um það. Það erum við fólkið sem sitjum í súpunni og gjöldum fyrir afglöp manna sem ég get ekki annað en kallað óþverra. Jú störf þeirra og framkoma öll var með þeim hætti að annað er ekki hægt að segja. Vera má að andmæli mín séu ekki öflug en þetta er þó mín aðferð til að vekja athygli á hvar við erum stödd.
Eitt það grátlegasta var þegar nefndin var að vinna að skýrslunni og reyna að átta sig á hvað hefði gerst þá neitaði fyrrum forstjóri Hjörleifur Kvaran að mæta. Hugsið ykkur hverskonar skíthæll er hér á ferð og komst upp með það. Hvar var ábyrgð þessa manns. Nei hann sýndi okkur bara puttann, fuck you. Þetta er svo mikill óvirðing að ég bara á ekki orð. Skuld fyrirtækisins var komin í 240 milljarða og enginn virðist vita hvað var af þeim fjármunum. Nei þetta er svo gasalegt að mínu mati að það verður að fara betur í saumana á þessu. Ég hef verið að reyna að fara svolítið yfir hvernig þessir menn höguðu sér. Ég bara segi það satt að það var ekki heil brú í nokkru sem þessir menn gerðu. Erum við orðin virkilega svo dofin fyrir þessu að okkur er alveg sama. Ekki mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2014 | 12:31
Orkuveitan, Risa Rækjueldi og þessi mögnuðu kaup á ónýtum veitum.
Þegar maður hugsar til baka þá fer um mann ónot. Það er eins og maður hafi sjálfur verið þáttakandi í þessu bulli. Fólk hringdi inn á bilanavakt til að kvarta frá sumum af þessum veitum sem keyptar voru. Við sem áttum að sinna þessu vissum oft á tíðum ekkert af þessum kaupum. Þessir menn sem stóðu að þessu voru ekki að hafa fyrir því að láta starfsmenn vita svo þeir gætu sinnt því hlutverki sem OR bar að sinna. Já maður stóð í stappi við fólk og sagði því að þessar veitur væru ekkert á vegum OR. Ó jú þið keyptuð veituna í dag, eða í gær. Nei gott fólk, ég sem vann lengstum hjá Rafmagnsveitunni gömlu undir traustri stjórn og ábyrgðafullum stjórnendum vissi varla hvaða rugl maður var komin í þegar OR varð til. Rækjueldið var fyrsta frumhlaup OR og vakti mikla athygli.
Það í sjálfum sér hefði átt að vera nægjanleg viðvörun til að taka strax í taumana. Ég fór einu sinn að skoða þetta fyrirbæri og man að ég var hissa. Þarna var stór þró með vatni og þessi kvikindi lágu þarna ræfilsleg. Maður sá þegar maður horfði í augun á þessum greyjum hvað þeim leið illa, þetta var í sjálfum sér ekkert annað en dýraníð. Þetta fór að sjálfsögðu allt fjandans til og kostaði einhverja milljarða. En þeir voru nú aldeilis ekki af baki dottnir þessir vesalings menn. Þarna voru þeir rétt að byrja. Þetta var dýrt spaug sem þarna var bara rétt að hefjast. Rey málið og gagnaveitan og fleira og fleira eru mál sem voru skelfileg, þvílíkt og annað eins, ekki heil brú í neinu sem þessir menn komu nálægt. Og þeir vinna þarna en sumir af þessum drullusokkum sem voru á kafi í ósómanum og eru á fínum launum. Er þetta í lagi. Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2014 | 20:16
Orkuveitan, þeir keyptu vatnsveitur, jafnvel þó ekkert vatn væri í þeim.
Ó já, veitukaup Orkuveitunar voru með allra skrautlegustu tilþrifum sem sést hafa. Menn óðu upp um fjöll og dali, firði og uppsveitir til að kaupa ónýtar veitur. Svo langt gekk þetta að sumar af þessum vatnsveitum höfðu lítið og stundum ekkert vatn auk þess að vera hand ónýt drasl. Hér erum við að tala um veiturnar í Úthlíð og Reykholti. Ég furða mig en á því hvað vakti fyrir mönnum. Til hvers. Þó OR hefði fengið þessar veitur gefins þá borgaði sig ekki að taka við þeim. Stórskuldugar veitur þar sem heimamenn voru að sligast undan þeim. Já þá komu jakkaklæddir menn að sunnan með stórar prófgráður til að bjarga heimamönnum.
Í sumum tilfellum voru viti bornir menn frá OR fengnir til að meta veiturnar. Jú ekki kaupa þetta drasl var svarið, en þeir keyptu það samt. Ég bara segi, var þetta sýndarmenska, var þetta heimska, eða voru og eru þessir menn með Apaheila. Milljarðar fóru þar í vaskinn. Gott fólk, ég segi það aftur, ég er ekki að grínast. Það á að fara ofaní saumana á þessu, það er eitthvað verulega skrítið við þetta allt saman. Í skýrslunni stóru var að því látið liggja að stjórn hefði ekki vitað af þessum veitukaupum. Hvernig væru nú að draga þessa menn til ábyrgðar, skaðinn er gríðarlegur og sumir af þessum Apaheilum vinna en innan veggja Orkuveitunar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2014 | 04:34
Orkuveitan, Tetra fjarskiptakerfið, milljarðar þar út í loftið.
Það var nú eitt stóra ruglið sem vaðið var áfram með og aldrei heil brú í því ferli. Rafmagnsveitan hafði um margra ára skeið byggt upp talstöðvarkerfi sem í lok síðustu aldar var orðið afar gott og öruggt kerfi sem náði um allt svæði OR. Nei þetta var ekki hægt að nota, gamalt og ónýtt drasl og ekki nógu fínt sögðu nýu herrarnir hjá Orkuveitunni. Tetra skildi það vera og það áttu menn að nota þrátt fyrir að það virkaði aldrei. Við lá að stórslys yrðu vegna þess að þetta var drasl sem aldrei virkaði. Svo fínt átti þetta að vera að það átti að vera hægt að tala afturábak eða áfram í þessi tæki og það átti að koma rétt út. Samband við stjórnstöð í línurofum og fleiri aðgerðum voru oft skrautleg og ekki þessum herrum að þakka að engin lét lífið. En hvað varðaði þessa menn um þó einhver dræpist, þeir höfðu svo stórar prófgráður að engin komst yfir þær, ekki einu sinni fuglinn fljúgandi.
Ég gæti sagt margt fleira um þetta rugl, menn sem vissu betur og kunnu meir og þurftu ekki að hlusta á einhverja gamaldags leppalúða þó þeir hefðu unnið þarna alla sína tíð. Hvernig þessir menn óðu um fyrirtækið með skemmdarverkum og fjáraustri er einn hryllingur. Allt sem þessir menn komu nálægt var dæmt til dauða, allt sem þessir menn gerðu fór forgörðum og kostuðu milljónir á milljónir ofan. Og hver skildi nú borga þennan hrylling. Jú við fólkið í þessu landi. Gott fólk, ég er ekkert að grínast haldi menn það, það eru ótal spurningar sem vakna þegar maður verður vitni að slíkum hamförum. Ég segi það enn og aftur, af hverju er fyrirtækið ekki hreinsað af þessum snillingum og byrjað með hreint borð. Þeir eru þarna enn þessir hryðjuverkamenn sem búnir eru að valda slíkum skaða að það verður fyrirtækinu ávalt til skammar meðan þeir eru þarna en innandyra. Ég mun fara betur yfir fleiri mál, af nógu er að taka. 240 milljarðar, það má nú leika sér dálítið fyrir það fé, fólkið borgar og börnin þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2014 | 21:41
Orkuveitan, flotastýring, arfavitlaus fjárfesting sem kostaði hundruð miljóna ef ekki milljarða.
Já mér er hugsað til þess þegar flotastýringarkerfið var innleitt fyrir mikla fjármuni. Hópur jakkaklæddra manna fór til New York til að skoða þetta kerfi sem átti að spara fyrirtækinu fjármuni. Ekki veit ég betur en að búið sé að kasta þessu kerfi í ruslagáminn. Ég veit ekki betur en að Páll Erland hafi borið stærstu ábyrgð á þessu frumhlaupi. Ég man vel að allir starfsmenn voru ekki hrifnir af kaupum á þessu kerfi, að minnsta kosti þeir sem ég ræddi við. En það var ekki hlustað á þá, þeir vissu betur með allar prófgráðurnar vel greiddir og í pússuðum skóm. Þeir vissu betur, þeir kunnu meir en menn sem höfðu unnið hjá OR alla sína hundstíð. Já til að gera langa sögu stutta þá var þetta kerfi alltaf til trafala og þvældist fyrir mönnum og jók kostnað mikið. Einhver taldi að þetta rugl hefði kostað ekki undir 2 milljörðum króna.
Þarna voru menn sem aldrei hafa unnið handtak að taka ákvarðanir fyrir almannafé, en blésu á menn sem gjörþekktu starfsemina og ekki var hlustað á. Ef menn andmæltu þá voru þeir einfaldlega settir út í kuldanum. Þetta er bara eitt lítið dæmi hvernig þessir óláns menn höguðu sér. Og það sem manni svíður mest er að þessir menn halda en sínum störfum meðan starfsmenn sem höfðu alla sína tið sýnt samviskusemi og heiðarleika þeim var sparkað af þessum fjandans ómennum. Og ég segi það, þvílíkir drullusokkar. Ég mun segja meir frá axarsköftum þessara manna, af nógu er að taka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2014 | 14:58
Orkuveitan, þeir kynna til sögunar nýtt fyrirtæki, ON með eignir upp á marga milljarða, en ekki er minnst á skuldir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2014 | 08:35
Orkuveitan, var fyrirtækið notað sem féþúfa.
Sú var tíðin að Rafmagnsveitan og Hitaveitan skiluðu milljörðum inn í borgarsjóð til eigenda sinna. Vel rekin fyrirtæki sem skiluðu góðri afkomu til almennings, fjármunir sem fóru til uppbyggingar í borginni. Þarna voru rótgróin fyrirtæki sem höfðu byggst upp af skynsemi og hófsemi margra manna sem sem báru virðingu fyrir sínu fyrirtæki. Reynt var að hafa orkuverð sem lægst fyrir borgarbúa og allmennt voru borgarbúar stoltir af sínum fyrirtækjum sem þeir máttu vera. En þar sem fjármunir eru og fyrirtæki í eigu almennings er hætta á ferð. Og þar kom að því að menn réðust að þessum fyrirtækjum. Um aldamótin verður Orkuveita Reykjavíkur til með sameiningu RR og HR. Úr varð risafyrirtæki á íslenskan mælikvarða, skuldlaust fyrirtæki í eigu borgarbúa. Og þá gat ballið hafist.
Tekin voru stór lán, og umfram allt losuðu þeir sig við þá hófsömu og skynsömu stjórnendur sem eftir voru sem komu frá gömlu veitunum. Menn áttu að vera í liðinu annars gátu þeir farið fjandans til eða voru settir þar sem þeir voru ekki fyrir og sagt að hafa hægt um sig. Við þekkjum framhaldið, á 10 árum tókst þeim að koma skuldum fyrirtækisins í um í 240 milljarða. Þetta hlýtur að vera galið og algerlega óásættanlegt fyrir fólkið sem eigendur Orkuveitunar. Þegar skýrslan stóra sem Gnarrin kallaði eftir þá komst meir að segja einn forstjórinn Hjörleifur Kvaran upp með það að hundsa að mæta til skýrslutöku, hef ekkert við ykkur að tala. Hvað segir þetta um þá stjórnendur sem þarna voru. Ég held að þetta hafi verið stærsta rán Islandsögunar og enginn bar ábyrgð. Þvílíkur skandall og drullusokkarnir spóka sig um eins og ekkert hafi í skorist.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2014 | 10:03
Orkuveitan, ég er ekki að skilja hvernig þetta gat gerst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2014 | 02:34
Orkuveitan, menn lifðu hátt, opnuðu dyrnar upp á gátt, léku marga grátt, og bágt er að taka þá í sátt.
Ég hef nú ákveðið að segja þetta að lokum um Orkuveituna. Það er alls ekki af neinum illvilja eða hefnigirni sem ég hef verið að skrifa um OR. Mér hefur bara ofboðið hvernig það fólk sem komst til valda innan OR hefur farðið með blómlegt fyrirtæki sem hafði alla burði til stórra afreka fyrir borgarbúa hefði rétt fólk verið til staðar. Því miður komst að þarna einhver vond öfl að mínu mati, eitthvað sem kölski sjálfur hefði verið stoltur af. Ef til vill er ég svo grænn sjálfur að skilja ekki slík vinnubrögð og geta sætt mig. Ég hef verið mjög hugsi yfir þessum málum og hef beinlínis þurft að tappa af og komið því hér í skrif. Það var svo margt vont sem kom með þessu fólki og við sem höfðum unnið þarna um marga áratugi vissum ekki hvort við vorum að koma eða fara. Hrokinn yfirgangurinn dónaskapurinn og virðingarleysið alsráðandi.
Það sem mér finnst það versta er að margt sóma fólk sem hafðu unnið þarna árum saman og jafnvel áratugum var sýndur slíkur ruddaskapur að orð fá varla lýst. Fólk annað hvort rekið eða hrakið á brott. Eftir sitja hins vegar ruddarnir sjálfir og dónarnir sem ollu djöfulskapnum. Steininn tók þó út þegar einn af æðstu yfirmönnum var gerður að fyrirliða eða framkvæmdarstjóra nýs dótturfyrirtækis OR, Orka náttúrunnar, maður sem búin er að starfa nánast frá stofnun OR og verið virkur í ósómanum.Tja..mér datt nú helst í hug að þetta væri svipað og Lalli Johns væri skipaður fyrirliði Íslenska landsliðsins í fótbolta. Nei þetta er ekki fyndið, berja og lúskra á fólki og sitja svo sjálfir í sínum eigin skít. Ég ætla mér ekki að hafa fleiri orð um þetta, nóg komið en vona samt að menn taki nú á þessu og sýni fólki að við viljum hafa einhver tök á þessum málum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2014 | 09:43
Orkuveitan, ótrúlegt fyrirbæri þar sem menn geta þó lært hvernig ekki á að stjórna fyrirtæki.
Ég er en að velta fyrir mér þessu fyrirbæri sem kallast Orkuveitan. Það er með ólíkindum hvernig stjórnendur völdust þarna til starfa þegar OR tók til starfa um aldamótin. Ég vil meina að það sé verðugt rannsóknarefni að skoða það. Það var eins og það fólk sem kom frá gömlu veitunum RR,HR,VR væri óhæft og gamaldags og kunni sára lítið ef nokkuð. Nýir tímar var sagt og menn áttu að skilja það annars gátu þeir komið sér á brott. Þessir nýju herrar kunnu þetta allt betur og þurftu ekki nokkra tilsögn. Orkuveitan er vissulega afar mikilvægt fyrirtæki fyrir okkur sem búum hér á höfuðborgarsvæðinu, fyrirtæki sem við öll þurfum á að halda og er í eigu okkar. Hvaðan kom þetta ólánsfólk, kom það þarna inn á sínum verðleikum? Nei það var eitthvað annað sem réði því hvers konar labbakútar komu þarna til starfa.
Í um 10 ár tókst þessu liði að blekkja og ljúa og það tjón sem það olli er ekkert smávegis. Framkoma þessa fólks og hvernig það virkaði var öðruvísi en menn höfðu kynnst. Margt úrvalsfólk hrökklaðist undan þessum böðlum, fólk sem hafði tekið þátt í að koma þeim fyrirtækjum til vegs og virðingar sem OR varð til úr. Það er sorglegt að sjá hvernig menn hafa haldið á málum eftir að lýðnum varð ljóst að búið var að sigla skútunni á strand eins og núverandi forstjóri orðaði það. Það bara hlýtur að vera eðlileg krafa að það ólánsfólk sem tók þátt í þessum óskapnaði sé látið taka pokann sinn, nóg hefur það afrekað og valdið skaða og sárindum sem aldrei verða bættir. Ég er viss um að ef menn færu vel ofaní saumana á þessu þá mætti læra mikið á hvernig EKKI á að reka fyrirtæki og hvernig stjórnendur við viljum EKKI hafa. Verkin tala svo ekki verður um villst. Það á engum að líðast slík framkoma sem þetta fólk hefur sýnt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)