Orkuveita Reykjavíkur, hvernig gátu menn farð með það fyrirtæki til heljar.

Það er vissulega með ólíkindum hvernig búið er að fara með þetta góða fyrirtæki og í raun rannsóknarefni hvernig það var hægt. Ég starfaði þarna um 30 ára skeið en var sagt upp störfum í mars á síðasta ári. Jú ég var sem sagt lengst af hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur eða þangað til að OR varð til rétt fyrir aldamót. Mig langar að skrifa um þessi mál og fara yfir stöðuna eins og ég upplifði hana og greina frá hverskonar fólk kom þarna til starfa hjá OR, fólk með sem margir mundu kalla skítlegt eðli, hroka, yfirgang og dónaskap. Í dag á þetta fyrirtæki ekki þak yfir höfuðið og skuldar 215 milljarða...já ég sagði 215 milljarða. Er ekki rétt að fara yfir það hvernig mönnum tókst þetta. Það sem mönnum kann að þykja afar undarlegt er að sumt af þessu fólki starfar þarna enn meðan afar traust og gott fólk var sent heim og því sagt að það þyrfti ekki að mæta meir. Meira síðar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Góður punktur. Ég held að það sé laungu komin tími til þess að hreinsa til hjá Orkuveitunni, þó fyrr hefði verið. Hrokinn fylgir oftast fólki sem er ekki öruggt með sjálft sig. og það er aumkunarvert.!!

Eyjólfur G Svavarsson, 4.6.2013 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband