Orkuveitan og þau hryðjuverk sem þar voru unnin. Pistill 2.

Það verður að segjast eins og er að mér er óskiljanlegt hvers vegna menn sameinuðu Hitaveituna, Rafveituna, og Vatnsveituna og bjuggu til þennan líka óskapnað sem menn kölluðu Orkuveituna. Ég vann hjá Rafmagnsveitu sem var ákaflega góður vinnustaður, vel rekin og mannvænn þar sem öllu starfsfólki var sýnd virðing. Allur rekstur var í afar góðum höndum, aldrei anað að neinu enda skilaði fyrirtækið milljörðum inn í borgarsjóð, já til eigenda sinna. Þegar OR verður til verður algjör breyting og menn vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið. Jú það voru komnir nýir tímar og nýir menn. Já menn áttu sko að vera í liðinu, annars gátu þeir bara gert eitthvað annað. Já tekin voru lán, byggðar hallir og fé spreðað út og suður. Já fyrst var maður undrandi og hélt að hér væru komnir þvílíkir ssnillingar sem væru með peninga prentvélar og mundu kaupa allar Orkuveitur í veröldinni. Og þeir sem voru í vafa um þessa hluti var umsvifa laust sparkað. Já en eru stjórnendur innan veggja OR sem voru stórir þátttakendur í öllu þessu rugli sem ættu fyrir löngu að vera búið að láta fara., fólk sem hefur gert líf annars fólks verra með skítlegri framkomu. Meira síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband