Orkuveitan, skýrslan stóra og hvað sagði hún.

Það er í raun með ólíkindum hvernig menn hafa haldið á málum í þessu fyrirtæki. Skýrslan sem gerð var af óháðum aðilum og tók um ár að gera sagði mikið um þá óreiðu og ómensku sem þarna viðgekkst. Maður hefði nú haldið að menn hefðu tekið eitthvað mark á henni og hreinsað út þann ósóma sem en er innan dyra í OR. Hefði það ekki átt að vera forgangsverkefni að hreinsa út það fólk sem átti stóran þátt í því gífurlega tjóni sem það hafði valdið. Jú það þurfti vissulega að fækka fólki innan OR og fyrst og fremst vegna þess hvernig þarna var haldið á málum. En auðvitað átti að byrja á að reka þá sem áttu þátt í hvernig komið var. OR er fyrirtæki sem er í eigu borgerbúa að stærstum hluta. Fólki kemur það við hvernig þarna er haldið á málum. Skuld upp á 215 milljarða er gríðarlega há upphæð og vissulega þar að taka á því af fullu afli. En þarna vann fólk og vinnur en. Það skiptir líka miklu máli hvernig komið er fram við það. Ég var vitni að því hvernig sumir stjórnendur komu fram við starfsfólk og í sumum tilfellum kom fólk grátandi undan því. Og í öðrum tilfellum kom fólk í losti eftir að stjórnandi var í klámfengnum atriðum á bílastæðum OR. Nei ég held að þeir sem nú ráða þarna ferðinni ættu að skoða þessi mál og ganga í það verkefni að hreinsa þarna út þann ósóma sem þarna er. Það er réttlætismál gagnvart eigendum starfsfólki og ekki síður því fólki sem vann þarna sumt hvert alla sína starfsævi, sóma fólk sem gaf þessu fyrirtæki allt það góða sem það átti. Meira síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband