Orkuveitan, er að verða að þjóðarböli, vanhæfir stjórnendur er málið.

En er Orkuveitan í fréttum. Nú er það skuldabréf sem á að selja á niðursettu verði. Lausafjárstaða er afleit og fyrirtækið þarf að geta greitt starfsfólki launin sín. Dýrt að vara fátækur. Hvernig stjórn og stjórnendur hafa leikið þetta fyrirtæki er skelfilegt. Þótt forstjórinn virðist hafa róið lífróðar til bjargar fyrirtækinu er þó sá skuggi á að hann skuli ekki losa sig við þá stjórnendur sem þátt tóku í þessum hörmungum. Kannski getur hann það ekki vegna pólitískrar verndunar...veit ekki en eitthvað er það. Þetta fyrirtæki sem sett var skuldlaust í hendurnar á þeim mönnum sem nú hafa rústað því og sumir af þeim en við störf hjá OR. Hvar eru hagsmunir almennings, hvar er hagsmunir starfsfólksins sem þarna vinnur og einnig þeirra sem þarna unnu og voru hraktir í burtu af þessum vondu stjórnendum. Ég vil skora á forstjórann að henda þeim stjórnendum út úr fyrirtækinu sem þátt tóku í aulaganginum og það sem fyrst. Þetta fólká ekki siðferði né heiðarleika til í sínu farteski, annars væri það fyrir löngu horfið á brott og skammast sín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband