Orkuveitan, rafmagnsveita, hitaveita, vatnsveita, horfnar af yfirborði jarðar.

Hvað svo sem mönnum kann að finnast um þessi harkalegu skrif hef ég reynt að halda mig við sannleikann og haft þetta á manna máli þannig að allir skilji hvað er verið að tala um. Rósamál er ekki að mínu skapi og ef við viljum komast áfram úr sporunum þá verðum við að tala um hlutina eins og þeir eru. Orkuveitan er misheppnað fyrirtæki sem orðsakast fyrst og fremst af manna völdum, óstjórn, græðgi, yfirgangi og fólki sem kann ekkert til verka. Gömlu fyrirtækin RR,HR,VR voru að mínu áliti vel rekin fyrirtæki þar sem metnaður var til staðar. Öll áttu þessi fyrirtæki sínar höfuðstöðvar skuldlaust, skiluðu milljörðum til eigenda sinna. Nú eru þessi fyrirtæki gleymd og grafinn og horfin að eilífu. Orkuveitan varð til og við þekkjum söguna. Og hver ber svo ábyrgðina á því að skuld OR í dag er 215 milljarðar. Og hver skildi borga þessa skuld? Jú ég og þú og okkar afkomendur. Mér óar við að í hvert skipti sem ég greiði rafmagns og vatns reikninga skuli ég vera að borga fyrir óráðsíuna og það tjón sem þetta fólk hefur valdið. Og eins og ég hef sagt áður þá toppar það allt að það fólk sem sannarlega átti þátt í þessum hryðjuverkum er sumt þarna enn við störf. Þetta er mér óskiljanlegt, og við sjáum af nýlegum fréttum þar sem lögreglumanni er umsvifalaust vikið úr starfi fyrir að vera full harðhentur gagnvart drukknum einstaklingi sem var með dólgshætti og virðingaleysi. En þetta fólk er þarna enn við störf þrátt fyrir mun alvarlegri hluti. Hver andskotin er að okkur, hvers vegna eru hlutirnir með þessum hætti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband