Orkuveitan, er ekki rétt að eigendur fái að vita hverjir bera ábyrgð á tjóninu.

Hverjir bera ábyrgð á þeim ósköpum sem ég er að benda á. Er ekki rétt að fólk fái að vita hverjir þeir eru. Kosningar í vor og gæti það verið að einhver sem þar verður í framboði sé ábyrgur fyrir stöðu OR. Þetta þarf fólk að fá að vita, hverjum er treystandi, að öllu heldur hverjum er ekki treystandi. Já það styttist í kosningar og gera má ráð fyrir að Orkuveitan komi þar mikið við sögu. Þær hörmungar sem gengið hafa yfir af manna völdum þurfa að koma upp á yfirborðið. Mín skoðun er að þar eigi stjórnendur OR stóran þátt og ef það er rétt að þeir hafi tekið stórar og fjárfrekar ákvarðanir og síðan komið með það til samþykkis stjórnar þá er það refsivert brot og getur varðar fangelsisvist. Þetta má lesa út úr skýrslunni stóru sem var að vísu skrifuð á rósamáli og til að styggja engan. Í slíku máli og af þeirri stærðargráðu sem þetta er ber að fara algerlega ofaní saumana og finna út hvar og hver gerði þau mistök sem kostuðu borgarbúa milljarða. Það er vissulega afar skrítið hverskonar fólk komst þarna í stjórnunar stöður. Fullt af hæfu fólki sem kom frá gömlu veitunum en þeim var hafnað, hraktir í burtu að settir svona pent til hliðar eins og Hólmsteinn og fl. Sótt var fólk út í bæ sem hafði enga þekkingu né hæfni til að takast á við verkefni OR. Þetta var öðruvísi fólk og mér fannst þetta fólk koma frá öðrum heimi, það var eitthvað sem ég skildi kannski ekki, en mér fannst þetta fólk engu að síður vera haldið skítlegu eðli. Þarna er eitthvað sem mætti rannsaka. 215 milljarðar.....er ykkur sama um það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband