Orkuveitan, sennilega stærsta partý Íslandsögunar.

Mér þykir líklegt að OR hafi haldið stærsta og lengsta partý sem haldið hefur verið á Íslandi. Jú margir fengu að njóta og margir komust í stöður en þó ekki allir. Ekkert var sparað í þessu partýi, það voru helst hugmyndir sem skorti. Risarækjur, kaup á ónýtum veitum, flotastýring, Tetra, gagnaveita og ég veit ekki hvað og hvað. Og þessu var auðvitað skolað niður með dýrindis áfengi. Og svo horfðu menn á pendúlinn vagga fram og til baka í höfuðstöðvunum. Þetta var alvöru partý og menn gátu farið út á bílastæði og stundað kynferðislegar athafnir. En það kom að því að aurarnir kláruðust og timburmann var mættur. Úpps...hvað gerðist, ég er bara með blakkát, ekki mér að kenna. En ók key.....við bara hækkum gjaldskránna, fólkið borgar og fattar ekkert. Það má vel segja sögu OR með þessum hætti slík var óreiðan. Ég vann þarna frá því að OR varð til og veit nokkuð hvað ég er að segja. En kannski er erfitt að vera vondur við þann sem bauð manni í svona svaðalegt partý, kannski er bara best að tala bara ekkert um þetta, fólk er hvort sem er svo vitlaust að það verður búið að gleyma þessu eftir smá tíma. Svo styður það okkur í næstu kosningum, eða við fáum fínar stöður í gegnum flokkinn, tja eins og sumir sem þarna eru á opinberum styrkjum. Já ég segi bara eins og maðurinn sagði....GUÐ BLESSI ÍSLAND.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband