Orkuveitan, Gísli, Eiríkur og Páll....birtan og myrkrið.

Já það væri gott ef við gætum hafist handa við að bera birtuna inn í OR í fötum eða jafnvel dælt henni inn með nýjustu græjum. En því miður hefur myrkrið en þarna sinn sess og og menn ekki á því að hreinsa það fyrst í burtu. Myrkrið étur birtuna og því eina leiðin til að hreinsa það í burtu er að fjarlægja það að fullu frá. Margt frábært fólk er en innan borðs í OR þó mörgum hafi verið varpað fyrir borð. Þarna er fólk sem veit hvað vatn og rafmagn er. Þarna er samviskusamt fólk sem ber virðingu fyrir sjálfu sér og öðru fólki. Þarna er líka hófsamt fólk sem sem skilur hvað það er að halda trú og trausti við fólkið sem á fyrirtækið. Það er slíkt fólk sem OR þarf á að halda og í því felst birtan. Og það er kannski best að hlusta á kunningja minn sem spurði á hógværan hátt hvort þetta væri ekki að verða gott hjá mér. Það er sjálfsagt margt til í því en að þetta hái mér á einhvern hátt er er mesti misskylningur. Þetta var ekkert að byrja í gær. Ég eins og flestir starfsmenn OR höfum horft á þessi ósköp frá aldamótum og stundum verið dáleiddir af þessum töframönnum sem síðan reyndust hinir mestu svikahrappar. Áfram verður þó fylgst vel með málum og ekki fyrir það tekið að ég komi sterkur til leiks þegar nálgast kosningar ef eingin hreinsun hefur farið fram. Góðar stundir og gangi ykkur öllum sem best.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband