Orkuveitan, er mönnum fjandans sama um þetta fyrirtæki?

Ég velti því stundum hvort mönnum sé fjandans sama hvernig þessu fyrirtæki vegnar. Orkuveitan er í eigu fólksins og afkoma þess skiptir afar miklu máli. Við höfum horft á það á undanförnum 10-12 árum hvernig þeir sem komið hafa nálægt stjórnun fyrirtækisins hafa bókstaflega rústað því og skilið eftir í skuldasúpu sem fólk þarf að greiða fyrir. En samt sem áður virðist það lítil áhrif hafa og eingin hefur að mér vitanlega borið neina ábyrgð á þeim ósköpum sem þarna hafa átt sér stað. Þetta bara gerðist, og hvað með það. Og það sem mér finnst kóróna ósvífnina er að þarna séu en menn starfandi sem tóku þátt í niðurbrotinu. Það er margt þarna sem er mér óskiljanlegt og hvað vakir fyrir mönnum sem þarna ráða í dag veit ég ekki. Ég verð að segja að þegar ég sé að einn stjórnandinn hefur eignast skrauthýsi í Grafarvogi fyrir tugi ef ekki hundruð milljóna, hvaðan þeir peningar hafi komið. Jú launin voru góð hjá þessum mönnum við að rústa fyrirtækinu en þeir vinna þarna enn samt sem áður. Ég sá þessa menn og veit vel hvernig þeir komu fram. Þá eru aðrir sendir fram í útvarp til að segja fólki til um hluti sem þeir hafa sjálfir ekki hundsvit á. Já þeir hentu út fólki sem hafði unnið þarna áratugum saman, samviskusamt fólk og heiðarlegt en eftir sátu nokkrir stjórnendur sem höfðu tekið fullan þátt í að brjóta niður fyrirtækið. Okkur kemur þetta við hvernig menn haga sér og fara með fjármuni almennings. Hvar er samviska þessa fólks sem hagaði sér með þessum hætti, eða er hún kannski ekki til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband