Orkuveitan, hvar er samfélagsleg ábyrgð þeirra sem þar ráða?

Er skrítið að spurt sé. Hvers vegna er ekki tekið á málum og hreinsað þarna til. Hvers vegna eru þarna sömu stjórnendur en innandyra sem áttu stóran þátt í að keyra fyrirtækið í kaf. Þeir komu brosandi stjórnendur OR, eins og þeir hefðu landað þeim stóra þegar þeir höfðu keypt handónýtar veitur hér í nágreni Reykjavíkur. Mér er þetta minnisstætt þegar Ásgeir Margeirsson og Páll Erland komu úr einni slíkri ferð þrátt fyrir að búið væri segja þeim að þetta væri ónýtt drasl. Meira segja höfðu þeir ekki leyfi stjórnar til að kaupa þessar veitur, að því er seigir í skýrslunni stóru sem enginn virðist taka mark á. Annað sem manni blöskrar af mörgu, upplýsinga fulltrúi OR er sendur upp í höfuðstöðvar OR og settur þar á opinber laun þrátt fyrir að engin þörf væri fyrir hann og nóg af mönnum til að svara fyrir fyrirækið. Er þetta samfélagsleg ábyrgð. Ó nei. Svona var þetta meira og minna. Sviðstjórarnir tveir Páll og Jakob báru vissulega mikla ábyrgð hvernig fór fyrir OR. Þá er ekki hægt annað en að nefna þjónustu stjórann graða sem sýndi af sér ótrúlega heimsku með því að dónast á bílastæðum OR. Þegar ég tala um hreinsun hjá OR þá á ég við þessa menn. Það skiptir engu máli í hvaða flokk þessir menn eru, það á umsvifalaust að reka þessa menn úr húsi. Þessir menn hafa brugðist öllu því trausti sem fylgir samfélagslegri ábyrgð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband