Orkuveitan, eitt alsherjar klúður af manna völdum.

Mér leiðist ekki að spá eða greina hvað eiginlega gerðist í þessu fyrirtæki. Mér finnst þetta allt með ólíkindum hvernig mönnum tókst í raun að kafsigla fyrirtækið á 10 árum. Þessum mönnum sem stýrðu fyrirtækinu var ekkert heilagt. Þeir voru sem jarðýtur, vissu betur, kunnu betur. Þeir ruddust áfram og hver sem mótmælti var rutt til hliðar. Margir hófsamir menn sem þarna höfðu unnið áratugum saman og vildu fara varlega var umsvifalaust skóflað burtu. Þeir höfðu aðgang að nægu fé og langaði að láta drauma sína rætast. Það var í sjálfum sér óskiljanlegt hvers konar drullu delum var þarna saman safnað. Þetta gat svo sem aldrei endað nema á einn veg. 216 milljarðar skildu þessir aular eftir sig sem almenningur skal borga. 200 manns misstu vinnuna og margir eiga um sárt að binda. Og ég segi það satt, sumir af þessum drullu delum sitja þarna en og láta sem þeir eigi engan þátt í ósköpunum. Er þetta boðlegt fyrir fólk eins og mig og þig. Ég segi NEI OG AFTUR NEI. Þessum drullu delum þarf að sparka út úr húsi og helst lengra, jafnvel út í sjó. Þeir hafa valdið gríðarlegu tjóni svo ég tali ekki um þær þjáningar fyrir margt starfsfólk sem urðu fyrir barðinu á þessum óþokkum. Ég vona að farið verði ofaní saumana á þessum málum sem stóra skýrslan tók ekki á. Það er skilda þeirra sem nú ráða að fara vel ofaní þessi mál. 216 milljarðar er mikið fé og þó einhverjum krónum verði varið til að komast að sannleikanum þá er það þess virði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband