21.11.2013 | 15:05
Orkuveitan, sukk, svínarí, lýgi og óþveraskapur.
Það má vel orða það svo. Við sem unnum hjá gömlu veitunum sjáum ef til vil betur en aðrir þau ósköp sem yfir dundu sem tilkomu OR. Fyrirtæki RR, HR og VR voru orðlögð fyrir góðan rekstur og þar vildu menn starfa. Fyrirtæki sem skiluðu borgarbúum miklum hagnaði, báru virðingu fyrir starfsseminni, fólkinu og starfs mönnum. En þegar OR verður til rennur á menn einhverskonar æði. Menn koma þarna inn í nýtt fyrirtæki og eru sem villidýr, eða hegðun þeirra var slík. Á hvaða lyfjum var þetta fólk. Allt það versta sem til var sáu menn. Menn stóðu gapandi yfir hvernig gengið var fram og fólk hrökklaðist frá. Fólk eins og Páll Erland, Jakob Friðrik, Eiríkur Hjálmars, Skúli Skúlason, Sigrún Viktorsdóttir voru fullir þátttakendur í viðbjóðnum. Það voru þarna vissulega fleiri en ég nefni þetta fólk vegna þess að það vinnur þarna en. Þetta fólk var bara öðruvísi en við sem unnum hjá gömlu veitunum og höfðum kynnst. Ég segi bara, ef menn ætla að ná þessu fyrirtæki upp úr skítnum þá verður að fjarlægja þetta fólk, þetta fólk hefur hvorki getu, né kunnáttu til að starfa í fyrirtæki eins og OR. Svo þarf þetta fólk að læra mannasiði, svo sem að segja satt, að bera virðingu og heiðarleika kann þetta fólk ekki. Þarna þarf hreinsun eins og ég hef oft sagt öllum til bóta. 216 milljarðar er mikið fé og hefði verið hægt að nota til betri hluta....skammarlegt svo ekki sé meira sagt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.