Orkuveitan, varla að slíkur ósómi hafi áður sést á Íslandi.

Ég hef nú bráðum í tvö ár skrifað um Orkuveituna. Þetta hafa ekki alltaf verið falleg skrif en þó hef ég reynt að halda mig við sannleikann. Mér hefur satt best að segja ofboðið hvernig menn hafa höndlað þann ósóma sem þarna hefur átt sér stað. Það hlýtur að vera ástæða til að skoða hvernig menn hafa hagað sér gagnvart fólki og eigum þess. Eru hagsmunir almennings hafðir að leiðar ljósi?? Ó nei, það er langur vegur frá því. Það eru fyrst og fremst það fólk sem komst þarna til starfa þegar fyrirtækið varð til um aldamótin sem ber fulla ábyrgð á þeim hörmungum sem átt hafa sér stað.

Það er ekki bara það gríðarlega fjárhagstjón sem þetta fólk hefur valdið heldur líka framkoma þess gagnvart fólki sem hefur alla sína starfstíð unnið sín störf af samviskusemi og fullum heilindum. Þvílíkir drullusokkar sem sumir af þessum mönnum eru starfa en innan veggja Orkuveitunar. Ég bara átta mig ekki á því hvers vegna þessum mönnum er ekki vísað á dyr. Hvar er virðingin gagnvart fólki, hvers konar vinnubrögð eru þarna á ferðinni. Er það svo að engum finnist þetta óeðlilegt. Yfir 200 milljarðar í skuld, fyrirtækið rúið öllu trausti, þarf að leigja sér húsnæði yfir starfsemina. Það skítlega eðli sem náði að festa sig þarna inni þarf umsvifalaust að moka út öllum til hagsbóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HLERINN

Það má svo sem vel bæta því við að það eru gjörðir okkar mannanna sem við erum dæmd eftir, ekki próf gráður eða hvar við vorum í skóla. Okkar verk liggja ávalt í höfðinu hvað sem við gerum. Það dugar heldur ekki að vera vel greiddur í támjóum skóm eða stuttu pilsi. Það eru verkinn sem tala og það er kjarni málsins. Við þekkjum þetta fólk, við þekkjum þennan mann, við vitum hvaða mann hann hefur að geima, við vitum úr hverju hann er gerður. Verkin tala, við sjáum hvernig komið er fyrir Orkuveituni. Það er ekki Sólinni eða Tunglinu að kenna. Nei þetta er af manna völdum þó ótrúlegt sé. Það er vissulega afar slæmt þegar illvilji og óþverraskapur bætast ofan á kunnáttuleysi manna, þá sérstaklega þegar menn hafa manna forráð yfir að ráða. Slíkt fólk eitrar allt í kringum sig og í raun veldur hættu fyrir allt umhverfi sitt. Það er slíkt fólk sem ég hef séð hjá OR og er sumt af því fólki þarna en við störf. Við sem höfum starfað hjá OR vitum vel um hverja er að ræða. Það er þetta fólk sem þarf að fjarlægja og hefði löngu átt að vera búið að því. ÞAÐ ERU VERKINN SEM TALA OG EKKERT ANNAÐ.

HLERINN, 24.1.2014 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband