Orkuveitan, var fyrirtækið notað sem féþúfa.

Sú var tíðin að Rafmagnsveitan og Hitaveitan skiluðu milljörðum inn í borgarsjóð til eigenda sinna. Vel rekin fyrirtæki sem skiluðu góðri afkomu til almennings, fjármunir sem fóru til uppbyggingar í borginni. Þarna voru rótgróin fyrirtæki sem höfðu byggst upp af skynsemi og hófsemi margra manna sem sem báru virðingu fyrir sínu fyrirtæki. Reynt var að hafa orkuverð sem lægst fyrir borgarbúa og allmennt voru borgarbúar stoltir af sínum fyrirtækjum sem þeir máttu vera. En þar sem fjármunir eru og fyrirtæki í eigu almennings er hætta á ferð. Og þar kom að því að menn réðust að þessum fyrirtækjum. Um aldamótin verður Orkuveita Reykjavíkur til með sameiningu RR og HR. Úr varð risafyrirtæki á íslenskan mælikvarða, skuldlaust fyrirtæki í eigu borgarbúa. Og þá gat ballið hafist.

Tekin voru stór lán, og umfram allt losuðu þeir sig við þá hófsömu og skynsömu stjórnendur sem eftir voru sem komu frá gömlu veitunum. Menn áttu að vera í liðinu annars gátu þeir farið fjandans til eða voru settir þar sem þeir voru ekki fyrir og sagt að hafa hægt um sig. Við þekkjum framhaldið, á 10 árum tókst þeim að koma skuldum fyrirtækisins í um í 240 milljarða. Þetta hlýtur að vera galið og algerlega óásættanlegt fyrir fólkið sem eigendur Orkuveitunar. Þegar skýrslan stóra sem Gnarrin kallaði eftir þá komst meir að segja einn forstjórinn Hjörleifur Kvaran upp með það að hundsa að mæta til skýrslutöku, hef ekkert við ykkur að tala. Hvað segir þetta um þá stjórnendur sem þarna voru. Ég held að þetta hafi verið stærsta rán Islandsögunar og enginn bar ábyrgð. Þvílíkur skandall og drullusokkarnir spóka sig um eins og ekkert hafi í skorist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Hverju orði sannara. Og borgarbúum virðist vera alveg sama. Þá eru ríkisfyrirtækin ekkert betri, gerð að hlutafélögum og allt á hausnum.

 Kveðja, Jón Th.

Jón Thorberg Friðþjófsson, 28.2.2014 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband