Orkuveitan, flotastýring, arfavitlaus fjárfesting sem kostaði hundruð miljóna ef ekki milljarða.

Já mér er hugsað til þess þegar flotastýringarkerfið var innleitt fyrir mikla fjármuni. Hópur jakkaklæddra manna fór til New York til að skoða þetta kerfi sem átti að spara fyrirtækinu fjármuni. Ekki veit ég betur en að búið sé að kasta þessu kerfi í ruslagáminn. Ég veit ekki betur en að Páll Erland hafi borið stærstu ábyrgð á þessu frumhlaupi. Ég man vel að allir starfsmenn voru ekki hrifnir af kaupum á þessu kerfi, að minnsta kosti þeir sem ég ræddi við. En það var ekki hlustað á þá, þeir vissu betur með allar prófgráðurnar vel greiddir og í pússuðum skóm. Þeir vissu betur, þeir kunnu meir en menn sem höfðu unnið hjá OR alla sína hundstíð. Já til að gera langa sögu stutta þá var þetta kerfi alltaf til trafala og þvældist fyrir mönnum og jók kostnað mikið. Einhver taldi að þetta rugl hefði kostað ekki undir 2 milljörðum króna.

Þarna voru menn sem aldrei hafa unnið handtak að taka ákvarðanir fyrir almannafé, en blésu á menn sem gjörþekktu starfsemina og ekki var hlustað á. Ef menn andmæltu þá voru þeir einfaldlega settir út í kuldanum. Þetta er bara eitt lítið dæmi hvernig þessir óláns menn höguðu sér. Og það sem manni svíður mest er að þessir menn halda en sínum störfum meðan starfsmenn sem höfðu alla sína tið sýnt samviskusemi og heiðarleika þeim var sparkað af þessum fjandans ómennum. Og ég segi það, þvílíkir drullusokkar. Ég mun segja meir frá axarsköftum þessara manna, af nógu er að taka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband