Orkuveitan, þeir keyptu vatnsveitur, jafnvel þó ekkert vatn væri í þeim.

Ó já, veitukaup Orkuveitunar voru með allra skrautlegustu tilþrifum sem sést hafa. Menn óðu upp um fjöll og dali, firði og uppsveitir til að kaupa ónýtar veitur. Svo langt gekk þetta að sumar af þessum vatnsveitum höfðu lítið og stundum ekkert vatn auk þess að vera hand ónýt drasl. Hér erum við að tala um veiturnar í Úthlíð og Reykholti. Ég furða mig en á því hvað vakti fyrir mönnum. Til hvers. Þó OR hefði fengið þessar veitur gefins þá borgaði sig ekki að taka við þeim. Stórskuldugar veitur þar sem heimamenn voru að sligast undan þeim. Já þá komu jakkaklæddir menn að sunnan með stórar prófgráður til að bjarga heimamönnum.

Í sumum tilfellum voru viti bornir menn frá OR fengnir til að meta veiturnar. Jú ekki kaupa þetta drasl var svarið, en þeir keyptu það samt. Ég bara segi, var þetta sýndarmenska, var þetta heimska, eða voru og eru þessir menn með Apaheila. Milljarðar fóru þar í vaskinn. Gott fólk, ég segi það aftur, ég er ekki að grínast. Það á að fara ofaní saumana á þessu, það er eitthvað verulega skrítið við þetta allt saman. Í skýrslunni stóru var að því látið liggja að stjórn hefði ekki vitað af þessum veitukaupum. Hvernig væru nú að draga þessa menn til ábyrgðar, skaðinn er gríðarlegur og sumir af þessum Apaheilum vinna en innan veggja Orkuveitunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Lærdómurinn sem við eigum að læra er að það borgar sig ekki að ríki og sveitarfégög séu í alls kyns rekstri sem sem aðrir eru betur fallnir til að reka. Það sýnir sig því þarna fara menn sem ekki bera neina ábyrgð þó illa fari.

Hefur einhver heyrt um að Don Alfredo hinn „mikli” NOT hafi greitt eitthvað úr sínu eigin veski í hinar gígantísku skuldir OR ? Ó nei. Hann þáði ofurklaun um langan aldur hjá OR um leið og hann lék eittvert hlutverk sem átti að sýna hvað hann væri endalaust klár ! EN það gerði hann á kostnað skattgreiðenda og viðskiptavina OR.

Hann þarf ekki að súpa eitt eða neitt seyði af þessum óendalega vitlausu ákvörðunum sínum í því sem vart verður kallað annað en stórmennskubrjálæði hans. Það er engu til jafnað um víða veröld ef frá eru taldir Caligula og Neró hugsanlega.

Halda menn að hópur eigenda OR, hefði það verið fyrirtæki sem Rvk ætti ekki heldur hópur fjáfesta, hefði farið út í slíkar fjárfestingar sem hefðu gert hlutabréf þeirra verðlaus eða þá að OR hefði farið á hausinn og þeir tapað aleigunni ?

Ó nei slíkir menn hefðu ekki hætt eigin skinni þannig, en Don Alfredo hinn „mikli” NOT hann svaf alveg rólegur yfir þessum ótrúlegu æfingum sínum sem nánast settu OR á hliðina enda bar hann enga ábyrgð á þessu né hefur tekið á sig ábyrgð. Hann velti þessu á skattgreiðendur og viðskkiptavini OR.

SVEIATTANN !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.3.2014 kl. 21:51

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já hvar er kafbáturinn með skökku sjónpípunna sem var æðsti plokkari hjá Sölunefndinni og svo æðsti prestur hjá Orkuveitunni á tíð Ingibjargar Sólrúnar, þá hún drottnaði í Reykjavík. 

Á hennar tíma fékk pokaprestur þessi allsherjar kaupleyfi á flestu því sem skilaði ekki arði.  Undir staða Orkuveitunnar var Hitaveita Reykjavíkur sem Jóhannes Zoega gerði að verðmætustu eign Reykvíkinga, en Sollu og Alfredo tókst að koma þeim gæðum öllum fyrir kattar nef.     

Hrólfur Þ Hraundal, 12.3.2014 kl. 22:38

3 Smámynd: HLERINN

Jú ekki bara fyrir kattar nef heldur eignarlaust og alslaust og skuld upp á 220 milljarða. Það ætti að visa þessu til sérstaks saksóknara og biðja hann um rannsókn með tilliti til að um refsivert brot geti verið að ræða. Þessi skuld er óskiljanleg og í raun fáránleg. Hér getur ekki allt verið með feldu, ég bara sé ekki að þetta geti staðist á nokkurn hátt.

HLERINN, 13.3.2014 kl. 06:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband