Orkuveitan, hvað geta þessir óþverrar gengið langt á rétt okkar og lífsafkomu.

Er von á að spurt sé. Ekki er nokkur vafi á að sá hryllingur sem menn stóðu fyrir í tíð Orkuveitunnar hefur áhrif á okkar lífsafkomu. Erum við tilbúin að sætta okkur við að tiltuglega fámennur hópur manna geti hagað sér með þeim hætti sem stjórnendur OR hafa gert. Á undanförnum árum hefur mér fundist þetta fara hríð versnandi. Óvirðing gagnvart samfélaginu, ábyrgðarleysi gagnvart fólki og fyrirtækjum. Þetta fann ég svo stert fyrir þegar ég kom yfir til OR frá Rafmagnsveitunni. Ég veit að ég var ekki einn um það. Það erum við fólkið sem sitjum í súpunni og gjöldum fyrir afglöp manna sem ég get ekki annað en kallað óþverra. Jú störf þeirra og framkoma öll var með þeim hætti að annað er ekki hægt að segja. Vera má að andmæli mín séu ekki öflug en þetta er þó mín aðferð til að vekja athygli á hvar við erum stödd.

Eitt það grátlegasta var þegar nefndin var að vinna að skýrslunni og reyna að átta sig á hvað hefði gerst þá neitaði fyrrum forstjóri Hjörleifur Kvaran að mæta. Hugsið ykkur hverskonar skíthæll er hér á ferð og komst upp með það. Hvar var ábyrgð þessa manns. Nei hann sýndi okkur bara puttann, fuck you. Þetta er svo mikill óvirðing að ég bara á ekki orð. Skuld fyrirtækisins var komin í 240 milljarða og enginn virðist vita hvað var af þeim fjármunum. Nei þetta er svo gasalegt að mínu mati að það verður að fara betur í saumana á þessu. Ég hef verið að reyna að fara svolítið yfir hvernig þessir menn höguðu sér. Ég bara segi það satt að það var ekki heil brú í nokkru sem þessir menn gerðu. Erum við orðin virkilega svo dofin fyrir þessu að okkur er alveg sama. Ekki mér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband