14.3.2014 | 10:57
Orkuveitan, þegar eggið ætlar að kenna hænunni fer illa.
Mér er oft hugsað til þess þá breytingu sem varð þegar Orkuveitan varð til. Hvernig stóð á þessum djöflagangi, hroka, og yfirgangi gagnvart fólki sem hafði unnið alla sína starfsæfi af mikilli samviskusemi og ábyrgð. Við sem þarna störfuðum munum vel eftir þeim boðskap " nýir tímar og þú skalt vera í liðinu" Inn í fyrirtækið komu nýir stjórnendur, ungir menn og konur. Þó þetta fólk hafi haft fallegar prófgráður kunni þetta fólk ekkert, já ég sagði ekkert. Þetta var fólk uppfullt af hroka og það taldi sig vita og kunna betur en þrautreyndir starfsmenn gömlu veitnanna. Margir afburða góðir fagmenn hrökkluðust undan þessum ómennum sem kunnu allt. Hér var eggið sannarlega farið að kenna hænunni. Ég skil það bara ekki, en það var eins og sóst væri eftir slíku fólki. Já ég hef sagt að skítlegt eðli leitar eftir skítlegu eðli.
Gengið var framhjá úrvalsfólki sem þarna var til staðar meðan skítlega eðlið var sótt út í bæ og sett í stjórnunarstöður og því sagt að berja á fólki sem þótti ekki nógu fínt eða var á einhvern hátt því ekki þóknanlegt. Við sáum hvernig prinsessan hagaði sér, en hún var nú óvenju forhert og skítlega eðlið bókstaflega skein út úr hennar augum. Ég hef jú áður minnst á aðfarirnar gagnvart þeim sóma manni Jóhanni Haralds. Fagmaður fram í fingurgóma og allir sem til þekktu báru virðingu fyrir honum. Nei ekki þessir herrar. Þeir hröktu hann úr starfi með skít og skömm. Svona var þetta og mönnum brá við. Hvort menn væru fagmenn og góðir starfsmenn skipti engu máli. Tökum þjónustustjórann sem alltaf langar í, hvað er slíkur maður að gera þarna, við höfðum mun hæfari menn innandyra til að sinna þessum störfum. Hann á auðvitað að leita sér lækninga við sínum kvillum. Nei gott fólk, það á að koma þessu fólki úr húsi og það strax, það er vont í kringum slíkar persónur og þær eitra út frá sér. Þetta er vissulega stór hluti af því hvernig fór fyrir Orkuveitunni. En segi ég, hreinsið fyrirtækið af þessari ómennsku, þá fyrst er hægt að byrja með hreint borð horfa til framtíðar og læra af fortíðinni. Ætli menn að sligast áfram með þessa kafbáta verður það erfitt fyrir alla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.