17.3.2014 | 11:22
Orkuveitan, 240 milljarðar, hvað eru menn að væla yfir 7,4 milljónum sem Seðlabankinn greiddi fyrir Má.
Já eitthvað slíkt hugsar maður þegar öll þjóðin fárast yfir smá aurum sem bankinn greiddi vegna Seðlabankastjóra og rannsókn fór þegar í stað til að fá botn í málið. Það er vissulega þannig að við fólkið, stjórn OR og fleiri vorum höfð að fíflum. Það eru margir sem horfa í sinn barm og vita að þeir áttu að gera betur. Skömmin er mikil yfir því hvernig þessir menn léku okkur sem treystum þeim. Svo skrítið sem það er þá tókst þessum vesalings mönnum að blekkja og ljúga í um 10 ár án þess að nokkur tæki í taumanna. Skömmin virðist það mikil að menn vilja helst þagga þetta niður og tala sem minnst um þetta. Æ, ó hækkum bara gjaldskránna og rekum slatta af þessum ónytjungum sem vinna hjá fyrirtækinu.
Þetta gleymist fljótt og við getum alltaf hækkað gjaldskránna ef þurfa þykir. Við erum ekkert að reka þá stjórnendur sem ábyrgð bera á þessu, þá gæti fólkið haldið að við hefðum verið að gera tóma vitleysu. Ég verð að segja að ég hef svo sterka tilfinningu fyrir því að hér sé verið að gera ranga hluti og að sendiboðinn sé skotinn en tjónvaldurinn sleppi. Það gríðarlega tjón sem Orkuveitan varð fyrir er af mannavöldum, ekki hruni eða utanaðkomandi öflum. Tjónið er af völdum fólks sem vissi ekkert hvað það var að gera, óð áfram í heimsku og blekkingum auk þess sem það hafði engan vott af samvisku eða réttlæti. Byrjum á að hreinsa OR af þessum óþverra og skoðum ofaní kjölinn hverjir bera ábyrgð á þessum ósköpum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.