Færsluflokkur: Bloggar

Orkuveitan, er að verða að þjóðarböli, vanhæfir stjórnendur er málið.

En er Orkuveitan í fréttum. Nú er það skuldabréf sem á að selja á niðursettu verði. Lausafjárstaða er afleit og fyrirtækið þarf að geta greitt starfsfólki launin sín. Dýrt að vara fátækur. Hvernig stjórn og stjórnendur hafa leikið þetta fyrirtæki er skelfilegt. Þótt forstjórinn virðist hafa róið lífróðar til bjargar fyrirtækinu er þó sá skuggi á að hann skuli ekki losa sig við þá stjórnendur sem þátt tóku í þessum hörmungum. Kannski getur hann það ekki vegna pólitískrar verndunar...veit ekki en eitthvað er það. Þetta fyrirtæki sem sett var skuldlaust í hendurnar á þeim mönnum sem nú hafa rústað því og sumir af þeim en við störf hjá OR. Hvar eru hagsmunir almennings, hvar er hagsmunir starfsfólksins sem þarna vinnur og einnig þeirra sem þarna unnu og voru hraktir í burtu af þessum vondu stjórnendum. Ég vil skora á forstjórann að henda þeim stjórnendum út úr fyrirtækinu sem þátt tóku í aulaganginum og það sem fyrst. Þetta fólká ekki siðferði né heiðarleika til í sínu farteski, annars væri það fyrir löngu horfið á brott og skammast sín.

Orkuveitan, og þá féll síðasta vígið...Hellisheiðavirkjun.

Já það fyrsta sem mér datt í hug þegar fréttir fóru að berast af því að Hellisheiðavirkjun væri að fjara út, síðasta vígið fallið. Þá liggur það ljóst fyrir að allt sem Orkuveitan hefur staðið fyrir hefur misfarist. Það er sama hvar er stigið er niður fæti, rækjueldi, hallir á borð við Bæjarhálsinn, Lína-net síðar Gagnaveitan, kaup á ónýtum veitum um allar jarðir, flotastýrikerfi sem átti að spara mikla peninga og kostaði óhemju fé og fl of fl. Þegar horft er til baka og maður spáir í hvernig þetta gat gerst þá setur mann hljóðan. Þeir hófsömu menn sem komu frá gömlu veitunum voru smátt en örugglega fældir frá fyrirtækinu, menn sem vildu aldrei ana að neinu né gera neitt sem valdið gat skaða fyrir eigendur. Mér er hugsað til Ívars Þorsteinssonar sem starfaði allan þann tíma hjá Rafveitunni sem ég var þar og síðan örfá ár hjá OR. Hefði sá ágæti maður fengið ráðið væri staða Orkuveitunar önnur í dag, það er ég sannfærður um. En þeir menn áttu ekki að vera dragbítar á hinu nýja fyrirtæki sem gat allt og mátti allt. Það er sorglegt hvernig þetta fólk gat vaðið yfir allt og alla með hroka og mér liggur við að segja illvilja. Svo kemur þessi mikli skaðvaldur Guðmundur Þóroddsson í útvarpið og segir að þetta sé allt samkvæmt áætlun, menn verði bara að gata jörðina meira og meira. Ég vona bara allra vegna að þeir sem nú stýra ferðinni sjái til þess að hreinsa út það óheilla fólk sem hefur valdið milljarða tjóni fyrir borgarbúa verði leist frá störfum og það látið finna sér annan vetfang. Það er ekki bara þetta fjárhagslega tjón sem það hefur valdið, heldur liggur fjöldi mans sár eftir það. Ég held satt best að segja að ráðamenn margir átti sig ekki á þeim hryllingi sem þarna hefur viðgengist.

Orkuveitan, þarfnast hreinsunar og blessunar.

Ég ætla ekki að hafa mikið fleiri orð um þessa Orkuveitu. Þetta er bara mín sýn á þau vinnubrögð sem stunduð eru í sumum fyrirtækjum í eigu opinbera aðila, Mér blöskrar hvernig menn komast upp með ýmsa hluti og hvernig skítlegt eðli fær að grassera. Já það var eins og sóst væri eftir fólki sem hafði skítlegt eðli og það sótt út í bæ. Allavega var gengið fram hjá fólki innan dyra hjá OR sem hafði mun víðtækari reynslu og þekkingu á starfsemi OR. Sjáum ráðningar Bílastæðadónans og ráðningu upplýsinga fulltrúans, ótrúlegar ráðningar og vafasamar þó ekki sé meira sagt. Þegar fyrirtæki eins og OR hefur tapað slíkum fjárhæðum sem raun ber vitni ber að fara rækilega ofaní saumana á því hvað veldur. Að hluta til hefur það verið gert en við þurfum að senda þau skilaboð út að svona líðum við ekki. Þess vegna á að hreinsa út það fólk sem dansaði í kringum gullkálfinn þannig að fólki sé það ljóst að svona vinnum við ekki. Lokapistil síðar.

Orkuveitan, er þetta leikskóli fullorðna fólksins.

Kannski kann einhverjum að finnast skrítið að ég skuli nenna að vera að skrifa um þessi mál. Málið er að ég hvorki skil né veit af hverju fólk hagar sér eins og margt af því fólki sem kom inn í OR. Þetta var öðruvísi fólk en ég hafði áður kynnst og haldið einhverskonar minnimáttar kennd eða skítlegu eðli. Öll þau ár sem ég starfaði hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur var allt öðruvísi andrúmsloft. Þar mætti fólk til sinnar vinnu, bauð góðan daginn og hver og einn gekk til síns starfa glaður og kátur. Starfsfólki sýnd virðing og þetta var eins og vél sem mallaði og allir tóku þátt. En eins og ég hef sagt að þegar OR verður til þá er það líkt og kjarnorku árás og nú eru þetta líkt og rústir einar með 215 milljarða á bakinu. Þetta er í einu orði sagt fáránlegt og óskiljanlegt og er von að maður velti þessu fyrir sér. Þetta eru jú mannanna verk, en það er samt verið að vermda hryðjuverkin. Skýrslan stóra sagði okkur um þá óstjórn sem þarna var, en hún sagði ekkert um af hvaða völdum, eða hverjir áttu stærsta þáttinn í þessum óskapnaði. Inn í fyrirtækinu er en að finna það fólk sem tók þátt í þessu en hrópar nú að það hafi verið að æfa Orkuveitukórinn. Við vitum vel að sviðstjórarnir sem þá sátu í æðstu stöðum voru virkir þátttakendur í ósómanum, við vitum vel að þeir voru á REI listanum sem átti að tryggja þeim miklar fjárhæðir umfram aðra sem höfðu miklu lengri starfsaldur en þeir. Að þetta fólk sé en þarna við störf er svo mikið á ská við allt siðferði að það er bara óásættanlegt. Meira síðar.

Orkuveitan, skýrslan stóra og hvað sagði hún.

Það er í raun með ólíkindum hvernig menn hafa haldið á málum í þessu fyrirtæki. Skýrslan sem gerð var af óháðum aðilum og tók um ár að gera sagði mikið um þá óreiðu og ómensku sem þarna viðgekkst. Maður hefði nú haldið að menn hefðu tekið eitthvað mark á henni og hreinsað út þann ósóma sem en er innan dyra í OR. Hefði það ekki átt að vera forgangsverkefni að hreinsa út það fólk sem átti stóran þátt í því gífurlega tjóni sem það hafði valdið. Jú það þurfti vissulega að fækka fólki innan OR og fyrst og fremst vegna þess hvernig þarna var haldið á málum. En auðvitað átti að byrja á að reka þá sem áttu þátt í hvernig komið var. OR er fyrirtæki sem er í eigu borgerbúa að stærstum hluta. Fólki kemur það við hvernig þarna er haldið á málum. Skuld upp á 215 milljarða er gríðarlega há upphæð og vissulega þar að taka á því af fullu afli. En þarna vann fólk og vinnur en. Það skiptir líka miklu máli hvernig komið er fram við það. Ég var vitni að því hvernig sumir stjórnendur komu fram við starfsfólk og í sumum tilfellum kom fólk grátandi undan því. Og í öðrum tilfellum kom fólk í losti eftir að stjórnandi var í klámfengnum atriðum á bílastæðum OR. Nei ég held að þeir sem nú ráða þarna ferðinni ættu að skoða þessi mál og ganga í það verkefni að hreinsa þarna út þann ósóma sem þarna er. Það er réttlætismál gagnvart eigendum starfsfólki og ekki síður því fólki sem vann þarna sumt hvert alla sína starfsævi, sóma fólk sem gaf þessu fyrirtæki allt það góða sem það átti. Meira síðar.

Orkuveitan og þau hryðjuverk sem þar voru unnin. Pistill 2.

Það verður að segjast eins og er að mér er óskiljanlegt hvers vegna menn sameinuðu Hitaveituna, Rafveituna, og Vatnsveituna og bjuggu til þennan líka óskapnað sem menn kölluðu Orkuveituna. Ég vann hjá Rafmagnsveitu sem var ákaflega góður vinnustaður, vel rekin og mannvænn þar sem öllu starfsfólki var sýnd virðing. Allur rekstur var í afar góðum höndum, aldrei anað að neinu enda skilaði fyrirtækið milljörðum inn í borgarsjóð, já til eigenda sinna. Þegar OR verður til verður algjör breyting og menn vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið. Jú það voru komnir nýir tímar og nýir menn. Já menn áttu sko að vera í liðinu, annars gátu þeir bara gert eitthvað annað. Já tekin voru lán, byggðar hallir og fé spreðað út og suður. Já fyrst var maður undrandi og hélt að hér væru komnir þvílíkir ssnillingar sem væru með peninga prentvélar og mundu kaupa allar Orkuveitur í veröldinni. Og þeir sem voru í vafa um þessa hluti var umsvifa laust sparkað. Já en eru stjórnendur innan veggja OR sem voru stórir þátttakendur í öllu þessu rugli sem ættu fyrir löngu að vera búið að láta fara., fólk sem hefur gert líf annars fólks verra með skítlegri framkomu. Meira síðar.

Orkuveita Reykjavíkur, hvernig gátu menn farð með það fyrirtæki til heljar.

Það er vissulega með ólíkindum hvernig búið er að fara með þetta góða fyrirtæki og í raun rannsóknarefni hvernig það var hægt. Ég starfaði þarna um 30 ára skeið en var sagt upp störfum í mars á síðasta ári. Jú ég var sem sagt lengst af hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur eða þangað til að OR varð til rétt fyrir aldamót. Mig langar að skrifa um þessi mál og fara yfir stöðuna eins og ég upplifði hana og greina frá hverskonar fólk kom þarna til starfa hjá OR, fólk með sem margir mundu kalla skítlegt eðli, hroka, yfirgang og dónaskap. Í dag á þetta fyrirtæki ekki þak yfir höfuðið og skuldar 215 milljarða...já ég sagði 215 milljarða. Er ekki rétt að fara yfir það hvernig mönnum tókst þetta. Það sem mönnum kann að þykja afar undarlegt er að sumt af þessu fólki starfar þarna enn meðan afar traust og gott fólk var sent heim og því sagt að það þyrfti ekki að mæta meir. Meira síðar. 

Mannauður, hvað er það.

Er nema von að maður spyrji. Það er vissulega gott að vera jákvæður en það þarf líka að horfa á hlutina eins og þeir eru. Hvar er þessi mannauður og hverju er hann að skila okkur. Það kann að vera að mannauðurinn sé til staðar, en sé svo þá kunnum við ekki að nota hann. Getur verið að hægt sé að nota mannauðinn til skítverka. Sjáið lögfræðinga, er þar til mannauður? Ég sé það ekki. Nei það er sorglegt hvernig komið er fyrir þessari þjóð. Hér höfum við alið upp hóp af fólki sem kalla má skítseiði. Það er ömurlegt að sjá eignarstöðu fólks fjara út og verða neikvæða, og það gerist á hverjum degi. Fyrir mér þarf að byrja á að kenna fólki boðorðin 10 og fara eftir þeim. Heiðarleiki, réttlæti, og samviskusemi. Sá sem ekki skilur þetta getur aldrei öðlast mannauð.

Senn kemur vorið.

Því er ekki að neita að maður er farinn að bíða eftir vorinu. Boltinn, hjólhýsið, mótorhjólið. Já og ég vona að nú fari íslenskt efnahagslíf að koma til. Ég verð samt að sega að mér hefur fundist ég búa í Skrípalandi síðan hrunið varð. Ég segi bara að ég held að það sé vel sloppið ef aðeins 5% þjóðarinnar séu fábjánar eins og maðurinn sagði. Og hvað er með þessa Lögfræðinga, ég held að hjá því verði ekki komist að setja þessum mönnum siðareglur og að launakjör þeirra fari undir kjaranefnd. Þessir menn eru orðnir að fégráðugum Úlfum. En vorið kemur engu að síður, guð sé lof.

Alltaf í boltanum.

Það er vissulega forréttindi að geta en verið að leika sér í boltanum eftir svo og svo mörg ár. Utandeildin í handboltanum er mín deild og þar hef ég spilað í vetur með HK2 og átt frábærar stundir með góðum félögum. Lengi lifi boltinn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband