Færsluflokkur: Bloggar

Orkuveitan, Gísli, Eiríkur og Páll....birtan og myrkrið.

Já það væri gott ef við gætum hafist handa við að bera birtuna inn í OR í fötum eða jafnvel dælt henni inn með nýjustu græjum. En því miður hefur myrkrið en þarna sinn sess og og menn ekki á því að hreinsa það fyrst í burtu. Myrkrið étur birtuna og því eina leiðin til að hreinsa það í burtu er að fjarlægja það að fullu frá. Margt frábært fólk er en innan borðs í OR þó mörgum hafi verið varpað fyrir borð. Þarna er fólk sem veit hvað vatn og rafmagn er. Þarna er samviskusamt fólk sem ber virðingu fyrir sjálfu sér og öðru fólki. Þarna er líka hófsamt fólk sem sem skilur hvað það er að halda trú og trausti við fólkið sem á fyrirtækið. Það er slíkt fólk sem OR þarf á að halda og í því felst birtan. Og það er kannski best að hlusta á kunningja minn sem spurði á hógværan hátt hvort þetta væri ekki að verða gott hjá mér. Það er sjálfsagt margt til í því en að þetta hái mér á einhvern hátt er er mesti misskylningur. Þetta var ekkert að byrja í gær. Ég eins og flestir starfsmenn OR höfum horft á þessi ósköp frá aldamótum og stundum verið dáleiddir af þessum töframönnum sem síðan reyndust hinir mestu svikahrappar. Áfram verður þó fylgst vel með málum og ekki fyrir það tekið að ég komi sterkur til leiks þegar nálgast kosningar ef eingin hreinsun hefur farið fram. Góðar stundir og gangi ykkur öllum sem best.

Orkuveitan, sennilega stærsta partý Íslandsögunar.

Mér þykir líklegt að OR hafi haldið stærsta og lengsta partý sem haldið hefur verið á Íslandi. Jú margir fengu að njóta og margir komust í stöður en þó ekki allir. Ekkert var sparað í þessu partýi, það voru helst hugmyndir sem skorti. Risarækjur, kaup á ónýtum veitum, flotastýring, Tetra, gagnaveita og ég veit ekki hvað og hvað. Og þessu var auðvitað skolað niður með dýrindis áfengi. Og svo horfðu menn á pendúlinn vagga fram og til baka í höfuðstöðvunum. Þetta var alvöru partý og menn gátu farið út á bílastæði og stundað kynferðislegar athafnir. En það kom að því að aurarnir kláruðust og timburmann var mættur. Úpps...hvað gerðist, ég er bara með blakkát, ekki mér að kenna. En ók key.....við bara hækkum gjaldskránna, fólkið borgar og fattar ekkert. Það má vel segja sögu OR með þessum hætti slík var óreiðan. Ég vann þarna frá því að OR varð til og veit nokkuð hvað ég er að segja. En kannski er erfitt að vera vondur við þann sem bauð manni í svona svaðalegt partý, kannski er bara best að tala bara ekkert um þetta, fólk er hvort sem er svo vitlaust að það verður búið að gleyma þessu eftir smá tíma. Svo styður það okkur í næstu kosningum, eða við fáum fínar stöður í gegnum flokkinn, tja eins og sumir sem þarna eru á opinberum styrkjum. Já ég segi bara eins og maðurinn sagði....GUÐ BLESSI ÍSLAND.

Orkuveitan, er ekki rétt að eigendur fái að vita hverjir bera ábyrgð á tjóninu.

Hverjir bera ábyrgð á þeim ósköpum sem ég er að benda á. Er ekki rétt að fólk fái að vita hverjir þeir eru. Kosningar í vor og gæti það verið að einhver sem þar verður í framboði sé ábyrgur fyrir stöðu OR. Þetta þarf fólk að fá að vita, hverjum er treystandi, að öllu heldur hverjum er ekki treystandi. Já það styttist í kosningar og gera má ráð fyrir að Orkuveitan komi þar mikið við sögu. Þær hörmungar sem gengið hafa yfir af manna völdum þurfa að koma upp á yfirborðið. Mín skoðun er að þar eigi stjórnendur OR stóran þátt og ef það er rétt að þeir hafi tekið stórar og fjárfrekar ákvarðanir og síðan komið með það til samþykkis stjórnar þá er það refsivert brot og getur varðar fangelsisvist. Þetta má lesa út úr skýrslunni stóru sem var að vísu skrifuð á rósamáli og til að styggja engan. Í slíku máli og af þeirri stærðargráðu sem þetta er ber að fara algerlega ofaní saumana og finna út hvar og hver gerði þau mistök sem kostuðu borgarbúa milljarða. Það er vissulega afar skrítið hverskonar fólk komst þarna í stjórnunar stöður. Fullt af hæfu fólki sem kom frá gömlu veitunum en þeim var hafnað, hraktir í burtu að settir svona pent til hliðar eins og Hólmsteinn og fl. Sótt var fólk út í bæ sem hafði enga þekkingu né hæfni til að takast á við verkefni OR. Þetta var öðruvísi fólk og mér fannst þetta fólk koma frá öðrum heimi, það var eitthvað sem ég skildi kannski ekki, en mér fannst þetta fólk engu að síður vera haldið skítlegu eðli. Þarna er eitthvað sem mætti rannsaka. 215 milljarðar.....er ykkur sama um það.

Orkuveitan, rafmagnsveita, hitaveita, vatnsveita, horfnar af yfirborði jarðar.

Hvað svo sem mönnum kann að finnast um þessi harkalegu skrif hef ég reynt að halda mig við sannleikann og haft þetta á manna máli þannig að allir skilji hvað er verið að tala um. Rósamál er ekki að mínu skapi og ef við viljum komast áfram úr sporunum þá verðum við að tala um hlutina eins og þeir eru. Orkuveitan er misheppnað fyrirtæki sem orðsakast fyrst og fremst af manna völdum, óstjórn, græðgi, yfirgangi og fólki sem kann ekkert til verka. Gömlu fyrirtækin RR,HR,VR voru að mínu áliti vel rekin fyrirtæki þar sem metnaður var til staðar. Öll áttu þessi fyrirtæki sínar höfuðstöðvar skuldlaust, skiluðu milljörðum til eigenda sinna. Nú eru þessi fyrirtæki gleymd og grafinn og horfin að eilífu. Orkuveitan varð til og við þekkjum söguna. Og hver ber svo ábyrgðina á því að skuld OR í dag er 215 milljarðar. Og hver skildi borga þessa skuld? Jú ég og þú og okkar afkomendur. Mér óar við að í hvert skipti sem ég greiði rafmagns og vatns reikninga skuli ég vera að borga fyrir óráðsíuna og það tjón sem þetta fólk hefur valdið. Og eins og ég hef sagt áður þá toppar það allt að það fólk sem sannarlega átti þátt í þessum hryðjuverkum er sumt þarna enn við störf. Þetta er mér óskiljanlegt, og við sjáum af nýlegum fréttum þar sem lögreglumanni er umsvifalaust vikið úr starfi fyrir að vera full harðhentur gagnvart drukknum einstaklingi sem var með dólgshætti og virðingaleysi. En þetta fólk er þarna enn við störf þrátt fyrir mun alvarlegri hluti. Hver andskotin er að okkur, hvers vegna eru hlutirnir með þessum hætti.

Orkuveitan, æ,æ lærum af mistökum

Að læra af mistökum er vissulega nauðsinlegt. En hver voru mistökin? Jú stærstu mistökin eru þeir stjórnendur sem ráðnir voru til OR. Það þarf svo sem eingin geimvísindi til að sjá að það sem þessir menn komu nálægt voru mistök. Allt frá því að höfuðstöðvarnar á Bæjarhálsi voru byggðar og þangað til að Hjörleifi var sparkað voru ein samfeld mistök. Og jú maður verður víst að viðurkenna að maður sjálfur lét blekkjast, hélt á tímabili að OR væri að eignast allan heiminn. Ráðið var fólk til starfa hingað og þangað, skipti litlu máli hvað það var að gera. Maður fær bólur á handleggina þegar maður hugsar um hvers konar bull var þarna í gangi. Gott fólk þetta er ekkert grín, þetta er í sjálfum sér harmleikur. Ef menn á annað borð vilja reyna koma þessu fyrirtæki upp úr svaðinu þá hljóta menn að vilja losna við þá sem þátt áttu í þessum harmleik. Er það virkilega svo að flokkarnir eru að passa sína menn þrátt fyrir þessar staðreyndir. Það virðist vera, allavega eru þarna en skítlegt eðli inni sem hefur ekkert með mistök að gera. Stjórn OR verður að skoða þessi mál og ég væri til í að hitta hvern þann fulltrúa og fara í rólegheitunum yfir þessi ósköp. Það má þess vegna vera leyni fundur í Öskjuhlíð eins og stundum hefur þar farið fram. 215 milljarðar erum við að tala um. ( 1milljarður = 1000 milljónir )

Orkuveitan, þar er geymslupláss fyrir holla floksmenn.

Já það hefur lengi verið rætt svona manna á meðal hvort svo sé. Upplýsingafulltrúinn kom þarna svífandi inn eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þarna hefur hann verið á opinberum styrkjum um nokkra ára skeið. Engin þörf fyrir manninn og hefur aldrei verið. En þarna skal hann vera sama hvað tautar og raular. Þegar deildin var hreinsuð út sem hann tilheyrði sat hann eftir og gat reykt sína pípu áhyggjulaust áfram. Menn sem höfðu unnið þarna í 40 ár eins og Guðmundur Sigurvinsson var ekki sýnd nein miskunn og honum sparkað. Guðmundur var einn af þessum traustu starfsmönnum og drengur góður en hvaða helvítis máli skiptir það í augum á þessum óþverum, bara get ekki annað sagt. Þeir gátu ekki unnt honum að klára starfsævina þarna sem hann hafði unnið alla sína tíð. Ef þetta kallast ekki drullusokksháttur þá veit ég ekki hvað. Og hvar er sjálfsvirðing Eiríks Hjálmars, hvernig hefur hann manndóm til að ganga þarna um gólf vitandi að hann er þarna á röngum forsemdum. Nei gott fólk vinnubrögðin eru í engu samræmi við það sem við getum kallað réttlæti. Það er komin tími á að við fólkið látum í okkur heyra, þetta getur ekki gengið svona.

Orkuveitan, var ómenntað fólk þar við störf?

Mér var hugsað til OR þegar ég hlustaði á Eygló Harðar ráðherra svara spurningum um íbúðarlánasjóð. Já það vantaði víst eitthvað upp á menntun manna þar á bæ. Getur verið að það hafi skort hjá OR? Ég held ekki, það bara skiptir ekki máli hver menntunin er ef að menn hafa aldrei skilið siðfræði, traust og heiðarleika. Menntun er einskins virði kunni menn ekki þessi fræði. Að troða á fólki og niðurlægja kunnu stjórnendur hins vegar nokkuð vel. Ég á að fá meira en þú, þú átt að hlusta á mig, ef þú hefur aðra skoðun en ég geturðu hypjað þig á brott. Þetta fólk kann ekki venjulega mannasiði. Og þetta með ábyrgðina, og þetta fólk á svimandi launum í dag. Þarf þetta fólk að taka ábyrgð á sínum gjörðum, ó nei ekki einu sinni að það sé nú rekið fyrir illa unnin störf. Nei þetta fólk rak eða bolaði í burtu mun hæfara fólki en það sjálft og glotti við tönn. Nei ég hefði viljað geta talað við þetta fólk eins og margir aðrir, en það var ekki hægt. Þessir stjórnendur vissu betur, kunnu betur og þú varst lítils virði. Þetta vor stjórnendur OR, sumir farnir en aðrir sitja þarna enn. Er ekki rétt að þeir sem þarna eru en verði látnir gossa. Hreinsum fyrirtækið af þessum ósóma og reinum að byggja upp á trausti og heiðarleika. Við verðum að breyta vinnulagi þannig að stjórnendur taki ábyrgð á sínum verkum. Það vantar mikið á það.

Orkuveitan, svona viljum við hafa það.

Já svo segir í frægu myndbandi sem var gefið út af stjórnendum OR þegar sjálfsblekkingin stóð sem hæðst "svona viljum við hafa það" Já þvílíkur andskoti, segi það bara. Já meðan þeir mölvuðu OR niður þá sungu þeir slíka söngva. Flestir starfsmenn horfðu til hliðar og klóruðu sér í hausnum og skildu lítið í hvað var að ske. Allir voru í sama liðinu, þeir sem efuðust voru settir til hliðar eða bolað í burtu. Já þeir sem vildu sína aðgát, eða voru ekki nógu smart voru sumir bara reknir með harðri hendi. Prinsessan eins og sumir kölluðu hana var ein af þessum ribböldum sem notuð var til að berja á fólki. Já konur eru ekki barnanna bestar það sá ég á þessari konu. Fólk kom grátandi undan henni eins og menn þekkja. Þessi manneskja var undirmanneskja þjónustustjórans og stjórnandi í þjónustuveri. Skítlegt eðli var orð sem frægur maður notaði hér um árið og þessi kona á svo sannarlega heima í þessum hóp. Í raun held ég að fólk trúi varla hvað þarna fór fram, allavega koma margir starfsmenn og fyrrum félagar og hvísla í eyru mín, þetta er rétt sem þú segir. Ég skora enn og aftur á menn að taka þessi mál til skoðunar og fara rækilega í saumana á þessum málum og þá munu menn sjá að.....SVONA VILJUM VIÐ EKKI HAFA ÞAÐ. 

Orkuveitan, hefur verið misnotuð gróflega og í sumum tilfellum til kynferðislega athafna.

Mér ofbýður hvernig stjórnendur hafa hagað sér frá því að OR varð til um aldamótin. Mér ofbýður hvernig það hefur verið látið viðgangast hvernig stjórnendur hafa hafa farið með eigur borgarbúa. Mér ofbýður hvernig stjórnendur hafa komið fram við marga starfsmenn sem þeir töldu ekki í sínu liði. Hvar er það fólk sem borgarbúar kusu sem sína fulltrúa til að gæta sinna hagsmuna? Finnst mönnum þetta bara í góðu lagi. Fyrirtækið með 215 milljarða skuld á bakinu, eignarlaust og er þó en með suma stjórnendur innanborðs sem áttu þátt í þessu. Ósóminn er slíkur að einn af stjórnendum fyrirtækisins, þjónustustjórinn hélt að hann hefði fengið vinnu í hóruhúsi. Þær athafnir sem einn af starfsmönnum gekk fram á á bílastæðum OR og það í vinnutíma og lóðum OR segja allt sem segja þarf um það lið sem þarna er sem stjórnendur. Já bílastæðadóninn er þarna en og sumir halda því fram að hann hafi sjálfur ráðið sig þarna til starfa. Þetta er svona partur af því sem þarna hefur farið fram og ég á eftir að segja frá fleirum stjórnendum sem en sitja þarna inni.

Orkuveitan, hvar endar þessi ósköp.

Jú vel má vera að lausafjárstaða sé svo slæm að þetta hafi verið nauðsynlegt. Fyrirtækið þarf að geta borgað húsaleigu, borgað laun og gefið fólkinu að borða. Svona er nú búið að fara með þetta fyrirtæki. Þessi gullkista sem nú er orðin tóm er farin að verða stór byrgði fyrir borgarbúa. Mér bara finnst svo mikið ranglæti að þeir menn sem komu OR í þessa stöðu og voru á glimrandi launum meðan þeir mölvuðu fyrirtækið niður og eru en á lúxuslaunum þrátt fyrir fyrri störf. Sviðstjórinn Páll Erland sem kom inn í fyrirtækið fljótlega eftir að það varð til og hefur síðan verið einn af toppum fyrirtækisins. Já rekstrarhagfræðingurinn hefur átt sinn þátt í hvernig komið er og það stóran, að mínu áliti. Það er bara svo margt skrítið í öllu ferlinu frá því að OR verð til. Óráðsían og ábyrgðaleysið yfirgengilegt að ég held að menn trúi því varla hvað gengið hefur á. En staðreyndirnar tala sínu máli, ég efast um að í nokkru fyrirtæki á Íslandi hafi óráðsían verið jafn mikil og í OR. Það eru þarna fleiri yfirmenn sem sannarlega eiga sinn þátt og ég mun koma betur að síðar. Það er þess vegna sem ég er að tala um hreinsun í fyrirtækinu. Burt með ósóman og byrjum á að vinna traust almennings það er fyrsta skrefið.
mbl.is Samþykkti að selja Magma-bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband