23.1.2014 | 08:16
Orkuveitan, Ónáttúra manna engin takmörk sett.
Þegar maður hugsar aftur til baka, til gömlu Rafmagnsveitu Reykjavíkur þá sér maður betur hvað óvandaðir menn geta valdið miklum skaða fyrir samfélagið. Þegar ég hóf störf hjá RR 1981 þá tók maður strax eftir hvað fyrirtækið var vel rekið, allir hlutir fastmótaðir og allt gekk eins og vel smurð vél. Hvar sem maður fór var vel tekið á móti manni og eigendur og starfsmenn glaðir með sitt fyrirtæki. Þá var rafmagnsverð lágt til notenda og fyrirtækið skilaði milljörðum inn í borgarsjóð. Orka náttúrunnar var sannarlega að skila sér til fólksins. Þarna var orkan sem við öll eigum að skila sér, fyrirtækjum og fólki til góða. En svo kom ónáttúran þegar Orkuveitan er stofnuð. Hvernig þeim mönnum tókst að rústa fyrirtækinu er í sjálfum sér rannsóknarefni. Það hvernig þessir menn fóru fram bæði gagnvart starfsfólki og ekki síður stjórn fyrirtækisins er með ólíkindum. Lygi og óþverraskapur var þeirra aðalsmerki, þarna safnaðist saman fólk í stjórnunar stöður sem var bara allt öðruvísi en það sem menn höfðu áður kynnst. Margt úrvals fólk sem hafði tekið þátt í uppbyggingu RR hrökklaðist frá undan þessum óþverrum.
Jú það eru margir af þeim óþverrum farnir á brott, en ég segi það satt að þarna eru en þungavigtarmenn en við störf og það get ég bara ekki skilið. Samviskusamt starfsfólk var rekið frá fyrirtækinu vegna óhæfuverka þessara manna en þeir sjálfir en þarna inni á miljóna launum. Hvernig geta þessir menn gengið þarna um gólf vitandi af því hvernig þeir hafa komið fram, og því tjóni sem þeir hafa valdið fólki. Það er eitthvað svo mikið bogið við þetta og í raun ekki hægt fyrir nokkurn mann að sætta sig við slík vinnubrögð. Ég hef sagt það áður, hreinsið óþverrannn út, bara gagnvart starfsfólki og eigendum, brottreknum og réttlætinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.