Færsluflokkur: Bloggar

Orkuveitan, Ónáttúra manna engin takmörk sett.

Þegar maður hugsar aftur til baka, til gömlu Rafmagnsveitu Reykjavíkur þá sér maður betur hvað óvandaðir menn geta valdið miklum skaða fyrir samfélagið. Þegar ég hóf störf hjá RR 1981 þá tók maður strax eftir hvað fyrirtækið var vel rekið, allir hlutir fastmótaðir og allt gekk eins og vel smurð vél. Hvar sem maður fór var vel tekið á móti manni og eigendur og starfsmenn glaðir með sitt fyrirtæki. Þá var rafmagnsverð lágt til notenda og fyrirtækið skilaði milljörðum inn í borgarsjóð. Orka náttúrunnar var sannarlega að skila sér til fólksins. Þarna var orkan sem við öll eigum að skila sér, fyrirtækjum og fólki til góða. En svo kom ónáttúran þegar Orkuveitan er stofnuð. Hvernig þeim mönnum tókst að rústa fyrirtækinu er í sjálfum sér rannsóknarefni. Það hvernig þessir menn fóru fram bæði gagnvart starfsfólki og ekki síður stjórn fyrirtækisins er með ólíkindum. Lygi og óþverraskapur var þeirra aðalsmerki, þarna safnaðist saman fólk í stjórnunar stöður sem var bara allt öðruvísi en það sem menn höfðu áður kynnst. Margt úrvals fólk sem hafði tekið þátt í uppbyggingu RR hrökklaðist frá undan þessum óþverrum.

Jú það eru margir af þeim óþverrum farnir á brott, en ég segi það satt að þarna eru en þungavigtarmenn en við störf og það get ég bara ekki skilið. Samviskusamt starfsfólk var rekið frá fyrirtækinu vegna óhæfuverka þessara manna en þeir sjálfir en þarna inni á miljóna launum. Hvernig geta þessir menn gengið þarna um gólf vitandi af því hvernig þeir hafa komið fram, og því tjóni sem þeir hafa valdið fólki. Það er eitthvað svo mikið bogið við þetta og í raun ekki hægt fyrir nokkurn mann að sætta sig við slík vinnubrögð. Ég hef sagt það áður, hreinsið óþverrannn út, bara gagnvart starfsfólki og eigendum, brottreknum og réttlætinu.


Orkuveitan, ON, nýtt sölufyritæki tekur til starfa samkvæmt lögum.

Besta mál að ég held nema þarna er ráðinn sem framkvæmdarstjóri Páll Erland. Þessi maður kom inn í Orkuveituna 2001 og var þar ráðinn sem einn af sviðstjórunum. Hefur verið einn af æðstu stjórnendum OR og á að mínu mati stóran þátt í þeirri niðurlægingu sem OR hefur þurft að bera. 216 milljarðar sem skuld OR er í dag, fyrirtækið eignarlaust og rúið öllu trausti en samt er þessi maður ráðinn sem framkvæmdarstjóri. Mér er lífsins ómögulegt að skilja svona hluti, allt í kalda kol og þessi maður ráðinn eða skipaður, ekki var þetta auglýst.
mbl.is Virkjanir og raforkusala sett „á ON“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuveitan, þarf að byggja upp fjárhaginn eftir óráðsíuna.

Það er varla hægt annað en að vorkenna forstjóranum þegar hann kemur fram í fjölmiðlum og segir að Orkuveitan sé ekki í stakk búinn til að gera eitt né neitt, hún þarf að byggja upp fjárhaginn. Hann vill lítið ræða um fortíðina enda þekkir hann ekki mikið til þess. Ég var ráðin hér til þess að bjarga fyrirtækinu og vil ekki tala um það sem að baki er. En auðvitað veit hann heilmikið um það sem gengið hefur á þarna. Fyrirtækið er í raun á mörkum þess að vera starfshæft, skuldir eru gríðarlegar eða um 216 milljarðar. Forstjórinn verður að horfa til baka, hann verður að geta greint hvernig farið var með fyrirtækið. Hann verður að horfa til þess hverjir það voru sem tóku allar þær arfavitlausu ákvarðanir sem valda þeirri stöðu sem OR er í. Hluti af því er en inn í fyrirtækinu og það veit forstjórinn mæta vel. En spurningin er hvort hann ráði ekki við það, pólitíkin er þarna að baki, stjórnin og þar eru pólitíkusarnir sem passa sitt fólk. Að ætla að byggja upp að nýju er vissulega nauðsynlegt, en það verður að gerast af skynsemi og trúverðugleika. Með það fólk sem þarna er innanborðs er eins og að ætla lækna mann með krabbamein og bíða bara eftir kraftaverki, að það gerist bara af sjálfum sér. Nei krabbameinið er þarna en til staðar og það þarf að fjarlægja. Þarna er fólk sem valdið hefur gríðarlegu fjárhagslegu tjóni og ekki síður með framkomu sinni gagnvart sóma kæru starfsfólki miklum þjáningum, en situr þarna en. Þetta vita flestir en það er eitthvað sem heldur venda vængjum yfir þessum labbakútum. Ég vil allavega segja við forstjórann, losaðu þig við krabbameinið og þá mun vegur fyrirtækisins liggja upp á við, það er ég sannfærður um.

Orkuveitan, þarf svo sannarlega á uppreisn æru að halda.

Já það er svo sannarlega komin tími á að Orkuveitan fái uppreisn æru. En þá þarf hún sjálf að vilja það. OR hefur alla burði til að geta verið gott og mannvænt fyrirtæki. En OR verður líka að geta viðurkennt sín mistök sem vissulega hafa verið mörg. Það sem mér finnst að ætti að gera er að forstjóri, eða borgarstjóri komi fram og biðjist afsökunar fyrir hönd OR á þeim ósköpum sem þarna hafa átt sér stað. Jafnframt verði það fólk sem átti sinn þátt í niðurbrotinu afhent uppsögn. Það er óhjákvæmilegt til að trúverðuleiki og sanngirni séu upp á borðinu. Þannig gætu flestir gengið sáttir og beinir í baki, ekki síst Orkuveitan sjálf. Ég er nokkuð viss um að verði þetta fólk ekki látið fara þá mun það há fyrirtækinu um ókomna framtíð á ýmsa vegu og þetta óheilla fólk mun alltaf eiga undir högg að sækja. Orkuveitan verður að kunna að iðrast og viðurkenna sín mistök og gangast við og leitast við að fara inn á rétta brautir, öllum til heilla. Flestir vilja að þessu fyrirtæki gangi vel, en það gerist ekki sjálfkrafa eftir það sem á undan er gengið.

Orkuveitan, sukk, svínarí, lýgi og óþveraskapur.

Það má vel orða það svo. Við sem unnum hjá gömlu veitunum sjáum ef til vil betur en aðrir þau ósköp sem yfir dundu sem tilkomu OR. Fyrirtæki RR, HR og VR voru orðlögð fyrir góðan rekstur og þar vildu menn starfa. Fyrirtæki sem skiluðu borgarbúum miklum hagnaði, báru virðingu fyrir starfsseminni, fólkinu og starfs mönnum. En þegar OR verður til rennur á menn einhverskonar æði. Menn koma þarna inn í nýtt fyrirtæki og eru sem villidýr, eða hegðun þeirra var slík. Á hvaða lyfjum var þetta fólk. Allt það versta sem til var sáu menn. Menn stóðu gapandi yfir hvernig gengið var fram og fólk hrökklaðist frá. Fólk eins og Páll Erland, Jakob Friðrik, Eiríkur Hjálmars, Skúli Skúlason, Sigrún Viktorsdóttir voru fullir þátttakendur í viðbjóðnum. Það voru þarna vissulega fleiri en ég nefni þetta fólk vegna þess að það vinnur þarna en. Þetta fólk var bara öðruvísi en við sem unnum hjá gömlu veitunum og höfðum kynnst. Ég segi bara, ef menn ætla að ná þessu fyrirtæki upp úr skítnum þá verður að fjarlægja þetta fólk, þetta fólk hefur hvorki getu, né kunnáttu til að starfa í fyrirtæki eins og OR. Svo þarf þetta fólk að læra mannasiði, svo sem að segja satt, að bera virðingu og heiðarleika kann þetta fólk ekki. Þarna þarf hreinsun eins og ég hef oft sagt öllum til bóta. 216 milljarðar er mikið fé og hefði verið hægt að nota til betri hluta....skammarlegt svo ekki sé meira sagt.

Orkuveitan, ósóminn um alla veggi og bílaplön.

Það er vissulega umhugsunar efni með þetta fólk sem ég hef verið að tala um. Ef við tökum upplýsinga fulltrúann sem en situr þarna á opinberum launum. Hvaða manndóm hefur hann að geima, fjöldi manns verið sparkað út úr fyrirtækinu, samviskusamt og heiðarlegt fólk sem hafði jafnvel eitt allri sinni starfsæfi þarna og átti jafnvel stutt í starfslok. Nei hann situr þarna og reykir sína pípu og er fjandans sama um annað fólk. Ef hann hefði einhvern manndóm og réttlætiskennd þá færi hann sjálfur þarna í burtu. Eitthvað svipað á við um bílastæðadónann sem engin veit hvernig komst þarna inn og vakti vægast sagt mikkla undrun þegar hann var ráðinn. Við vitum í hvað hann sótti, það var ekki vinnan sem heillaði hann, það voru aðrir hlutir. Nei ég segi bara, hverskonar menn eru þetta, ef þeir hefðu haft einhverja sómatilfinningu þá hefði þetta fólk gengið á dyr sjálft vitandi það hver þeirra þáttur var í óförum og niðurlægingu fyrirtækisins. Það er þetta sítlega eðli sem ræður för hjá þessu fólki.

Orkuveitan, eitt alsherjar klúður af manna völdum.

Mér leiðist ekki að spá eða greina hvað eiginlega gerðist í þessu fyrirtæki. Mér finnst þetta allt með ólíkindum hvernig mönnum tókst í raun að kafsigla fyrirtækið á 10 árum. Þessum mönnum sem stýrðu fyrirtækinu var ekkert heilagt. Þeir voru sem jarðýtur, vissu betur, kunnu betur. Þeir ruddust áfram og hver sem mótmælti var rutt til hliðar. Margir hófsamir menn sem þarna höfðu unnið áratugum saman og vildu fara varlega var umsvifalaust skóflað burtu. Þeir höfðu aðgang að nægu fé og langaði að láta drauma sína rætast. Það var í sjálfum sér óskiljanlegt hvers konar drullu delum var þarna saman safnað. Þetta gat svo sem aldrei endað nema á einn veg. 216 milljarðar skildu þessir aular eftir sig sem almenningur skal borga. 200 manns misstu vinnuna og margir eiga um sárt að binda. Og ég segi það satt, sumir af þessum drullu delum sitja þarna en og láta sem þeir eigi engan þátt í ósköpunum. Er þetta boðlegt fyrir fólk eins og mig og þig. Ég segi NEI OG AFTUR NEI. Þessum drullu delum þarf að sparka út úr húsi og helst lengra, jafnvel út í sjó. Þeir hafa valdið gríðarlegu tjóni svo ég tali ekki um þær þjáningar fyrir margt starfsfólk sem urðu fyrir barðinu á þessum óþokkum. Ég vona að farið verði ofaní saumana á þessum málum sem stóra skýrslan tók ekki á. Það er skilda þeirra sem nú ráða að fara vel ofaní þessi mál. 216 milljarðar er mikið fé og þó einhverjum krónum verði varið til að komast að sannleikanum þá er það þess virði.

Orkuveitan, hvar er samfélagsleg ábyrgð þeirra sem þar ráða?

Er skrítið að spurt sé. Hvers vegna er ekki tekið á málum og hreinsað þarna til. Hvers vegna eru þarna sömu stjórnendur en innandyra sem áttu stóran þátt í að keyra fyrirtækið í kaf. Þeir komu brosandi stjórnendur OR, eins og þeir hefðu landað þeim stóra þegar þeir höfðu keypt handónýtar veitur hér í nágreni Reykjavíkur. Mér er þetta minnisstætt þegar Ásgeir Margeirsson og Páll Erland komu úr einni slíkri ferð þrátt fyrir að búið væri segja þeim að þetta væri ónýtt drasl. Meira segja höfðu þeir ekki leyfi stjórnar til að kaupa þessar veitur, að því er seigir í skýrslunni stóru sem enginn virðist taka mark á. Annað sem manni blöskrar af mörgu, upplýsinga fulltrúi OR er sendur upp í höfuðstöðvar OR og settur þar á opinber laun þrátt fyrir að engin þörf væri fyrir hann og nóg af mönnum til að svara fyrir fyrirækið. Er þetta samfélagsleg ábyrgð. Ó nei. Svona var þetta meira og minna. Sviðstjórarnir tveir Páll og Jakob báru vissulega mikla ábyrgð hvernig fór fyrir OR. Þá er ekki hægt annað en að nefna þjónustu stjórann graða sem sýndi af sér ótrúlega heimsku með því að dónast á bílastæðum OR. Þegar ég tala um hreinsun hjá OR þá á ég við þessa menn. Það skiptir engu máli í hvaða flokk þessir menn eru, það á umsvifalaust að reka þessa menn úr húsi. Þessir menn hafa brugðist öllu því trausti sem fylgir samfélagslegri ábyrgð.

Orkuveitan, þeir rúlla hægt steinarnir,

Já þeir rúlla hægt steinarnir hjá Orkuveituni. Var það ekki alveg á hreinu að öllum steinum yrði velt við til að upplýsa fólk um það milljarða tjón sem varð vegna óstjórnunar innan OR. Er það gleymt og grafið? Skýrslan stóra sagði okkur ýmislegt um óráðsíuna og þann óþverra sem þar var í gangi. En hún sagði okkur ekki um hver bæri ábyrgð. Var það Ingibjörg Sólrún eða Guðlaugur Þór, var það Villi Vill, Ólafur Geð. Var það Alfreð Þ eða aðrir sem sátu í borgarstjórn eða í stjórn OR. Getur verið að stjórnendur OR þeir Guðmundur Þórodds, Hjörleifur Kvaran, sviðstjórarnir Páll Erland og Jakob F að ógleymdri Önnu Skúladóttir beri ábyrgð. Hvað er að því að við fólkið eigendur OR sem urðum fyrir slíku tjóni köllum eftir því hverjir bera ábyrgð. Engin hefur sagt bera ábyrgð á 215 milljarða skuld OR.

Hvað er málið, af hverju eru vinnubrögðin með þessum hætti? Ég vann þarna í um 30 ár, um 20 ár hjá Rafmagnsveitunni og síðan um 10 ár hjá OR. Þau 10 ár sem ég starfaði hjá OR sá ég hluti sem ég hafði aldrei séð áður í mannlegu fari, aðeins heyrt þess getið, hrottaskap, dónaskap, óþverraskap, lygi og annað í þessum dúr. Það ber að fara ofaní saumana á þessum málum og hvar eru siðapostularnir í stjórnini sem ekkert aumt mega sjá eins og Sóley T. Við verðum að geta lært að minnsta kosti eitthvað smá, já segi bara smá af þessum hryðjuverkum sem þarna voru unnin.


Orkuveitan, er mönnum fjandans sama um þetta fyrirtæki?

Ég velti því stundum hvort mönnum sé fjandans sama hvernig þessu fyrirtæki vegnar. Orkuveitan er í eigu fólksins og afkoma þess skiptir afar miklu máli. Við höfum horft á það á undanförnum 10-12 árum hvernig þeir sem komið hafa nálægt stjórnun fyrirtækisins hafa bókstaflega rústað því og skilið eftir í skuldasúpu sem fólk þarf að greiða fyrir. En samt sem áður virðist það lítil áhrif hafa og eingin hefur að mér vitanlega borið neina ábyrgð á þeim ósköpum sem þarna hafa átt sér stað. Þetta bara gerðist, og hvað með það. Og það sem mér finnst kóróna ósvífnina er að þarna séu en menn starfandi sem tóku þátt í niðurbrotinu. Það er margt þarna sem er mér óskiljanlegt og hvað vakir fyrir mönnum sem þarna ráða í dag veit ég ekki. Ég verð að segja að þegar ég sé að einn stjórnandinn hefur eignast skrauthýsi í Grafarvogi fyrir tugi ef ekki hundruð milljóna, hvaðan þeir peningar hafi komið. Jú launin voru góð hjá þessum mönnum við að rústa fyrirtækinu en þeir vinna þarna enn samt sem áður. Ég sá þessa menn og veit vel hvernig þeir komu fram. Þá eru aðrir sendir fram í útvarp til að segja fólki til um hluti sem þeir hafa sjálfir ekki hundsvit á. Já þeir hentu út fólki sem hafði unnið þarna áratugum saman, samviskusamt fólk og heiðarlegt en eftir sátu nokkrir stjórnendur sem höfðu tekið fullan þátt í að brjóta niður fyrirtækið. Okkur kemur þetta við hvernig menn haga sér og fara með fjármuni almennings. Hvar er samviska þessa fólks sem hagaði sér með þessum hætti, eða er hún kannski ekki til.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband