Færsluflokkur: Bloggar
23.1.2014 | 08:16
Orkuveitan, Ónáttúra manna engin takmörk sett.
Þegar maður hugsar aftur til baka, til gömlu Rafmagnsveitu Reykjavíkur þá sér maður betur hvað óvandaðir menn geta valdið miklum skaða fyrir samfélagið. Þegar ég hóf störf hjá RR 1981 þá tók maður strax eftir hvað fyrirtækið var vel rekið, allir hlutir fastmótaðir og allt gekk eins og vel smurð vél. Hvar sem maður fór var vel tekið á móti manni og eigendur og starfsmenn glaðir með sitt fyrirtæki. Þá var rafmagnsverð lágt til notenda og fyrirtækið skilaði milljörðum inn í borgarsjóð. Orka náttúrunnar var sannarlega að skila sér til fólksins. Þarna var orkan sem við öll eigum að skila sér, fyrirtækjum og fólki til góða. En svo kom ónáttúran þegar Orkuveitan er stofnuð. Hvernig þeim mönnum tókst að rústa fyrirtækinu er í sjálfum sér rannsóknarefni. Það hvernig þessir menn fóru fram bæði gagnvart starfsfólki og ekki síður stjórn fyrirtækisins er með ólíkindum. Lygi og óþverraskapur var þeirra aðalsmerki, þarna safnaðist saman fólk í stjórnunar stöður sem var bara allt öðruvísi en það sem menn höfðu áður kynnst. Margt úrvals fólk sem hafði tekið þátt í uppbyggingu RR hrökklaðist frá undan þessum óþverrum.
Jú það eru margir af þeim óþverrum farnir á brott, en ég segi það satt að þarna eru en þungavigtarmenn en við störf og það get ég bara ekki skilið. Samviskusamt starfsfólk var rekið frá fyrirtækinu vegna óhæfuverka þessara manna en þeir sjálfir en þarna inni á miljóna launum. Hvernig geta þessir menn gengið þarna um gólf vitandi af því hvernig þeir hafa komið fram, og því tjóni sem þeir hafa valdið fólki. Það er eitthvað svo mikið bogið við þetta og í raun ekki hægt fyrir nokkurn mann að sætta sig við slík vinnubrögð. Ég hef sagt það áður, hreinsið óþverrannn út, bara gagnvart starfsfólki og eigendum, brottreknum og réttlætinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2013 | 23:28
Orkuveitan, ON, nýtt sölufyritæki tekur til starfa samkvæmt lögum.
Virkjanir og raforkusala sett á ON | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2013 | 07:43
Orkuveitan, þarf að byggja upp fjárhaginn eftir óráðsíuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2013 | 12:33
Orkuveitan, þarf svo sannarlega á uppreisn æru að halda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2013 | 15:05
Orkuveitan, sukk, svínarí, lýgi og óþveraskapur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2013 | 18:24
Orkuveitan, ósóminn um alla veggi og bílaplön.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2013 | 02:07
Orkuveitan, eitt alsherjar klúður af manna völdum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2013 | 08:29
Orkuveitan, hvar er samfélagsleg ábyrgð þeirra sem þar ráða?
Bloggar | Breytt 20.11.2013 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2013 | 16:34
Orkuveitan, þeir rúlla hægt steinarnir,
Já þeir rúlla hægt steinarnir hjá Orkuveituni. Var það ekki alveg á hreinu að öllum steinum yrði velt við til að upplýsa fólk um það milljarða tjón sem varð vegna óstjórnunar innan OR. Er það gleymt og grafið? Skýrslan stóra sagði okkur ýmislegt um óráðsíuna og þann óþverra sem þar var í gangi. En hún sagði okkur ekki um hver bæri ábyrgð. Var það Ingibjörg Sólrún eða Guðlaugur Þór, var það Villi Vill, Ólafur Geð. Var það Alfreð Þ eða aðrir sem sátu í borgarstjórn eða í stjórn OR. Getur verið að stjórnendur OR þeir Guðmundur Þórodds, Hjörleifur Kvaran, sviðstjórarnir Páll Erland og Jakob F að ógleymdri Önnu Skúladóttir beri ábyrgð. Hvað er að því að við fólkið eigendur OR sem urðum fyrir slíku tjóni köllum eftir því hverjir bera ábyrgð. Engin hefur sagt bera ábyrgð á 215 milljarða skuld OR.
Hvað er málið, af hverju eru vinnubrögðin með þessum hætti? Ég vann þarna í um 30 ár, um 20 ár hjá Rafmagnsveitunni og síðan um 10 ár hjá OR. Þau 10 ár sem ég starfaði hjá OR sá ég hluti sem ég hafði aldrei séð áður í mannlegu fari, aðeins heyrt þess getið, hrottaskap, dónaskap, óþverraskap, lygi og annað í þessum dúr. Það ber að fara ofaní saumana á þessum málum og hvar eru siðapostularnir í stjórnini sem ekkert aumt mega sjá eins og Sóley T. Við verðum að geta lært að minnsta kosti eitthvað smá, já segi bara smá af þessum hryðjuverkum sem þarna voru unnin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2013 | 08:47
Orkuveitan, er mönnum fjandans sama um þetta fyrirtæki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)