Orkuveitan, þarf að byggja upp fjárhaginn eftir óráðsíuna.

Það er varla hægt annað en að vorkenna forstjóranum þegar hann kemur fram í fjölmiðlum og segir að Orkuveitan sé ekki í stakk búinn til að gera eitt né neitt, hún þarf að byggja upp fjárhaginn. Hann vill lítið ræða um fortíðina enda þekkir hann ekki mikið til þess. Ég var ráðin hér til þess að bjarga fyrirtækinu og vil ekki tala um það sem að baki er. En auðvitað veit hann heilmikið um það sem gengið hefur á þarna. Fyrirtækið er í raun á mörkum þess að vera starfshæft, skuldir eru gríðarlegar eða um 216 milljarðar. Forstjórinn verður að horfa til baka, hann verður að geta greint hvernig farið var með fyrirtækið. Hann verður að horfa til þess hverjir það voru sem tóku allar þær arfavitlausu ákvarðanir sem valda þeirri stöðu sem OR er í. Hluti af því er en inn í fyrirtækinu og það veit forstjórinn mæta vel. En spurningin er hvort hann ráði ekki við það, pólitíkin er þarna að baki, stjórnin og þar eru pólitíkusarnir sem passa sitt fólk. Að ætla að byggja upp að nýju er vissulega nauðsynlegt, en það verður að gerast af skynsemi og trúverðugleika. Með það fólk sem þarna er innanborðs er eins og að ætla lækna mann með krabbamein og bíða bara eftir kraftaverki, að það gerist bara af sjálfum sér. Nei krabbameinið er þarna en til staðar og það þarf að fjarlægja. Þarna er fólk sem valdið hefur gríðarlegu fjárhagslegu tjóni og ekki síður með framkomu sinni gagnvart sóma kæru starfsfólki miklum þjáningum, en situr þarna en. Þetta vita flestir en það er eitthvað sem heldur venda vængjum yfir þessum labbakútum. Ég vil allavega segja við forstjórann, losaðu þig við krabbameinið og þá mun vegur fyrirtækisins liggja upp á við, það er ég sannfærður um.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband