30.12.2013 | 23:28
Orkuveitan, ON, nýtt sölufyritæki tekur til starfa samkvæmt lögum.
Besta mál að ég held nema þarna er ráðinn sem framkvæmdarstjóri Páll Erland. Þessi maður kom inn í Orkuveituna 2001 og var þar ráðinn sem einn af sviðstjórunum. Hefur verið einn af æðstu stjórnendum OR og á að mínu mati stóran þátt í þeirri niðurlægingu sem OR hefur þurft að bera. 216 milljarðar sem skuld OR er í dag, fyrirtækið eignarlaust og rúið öllu trausti en samt er þessi maður ráðinn sem framkvæmdarstjóri. Mér er lífsins ómögulegt að skilja svona hluti, allt í kalda kol og þessi maður ráðinn eða skipaður, ekki var þetta auglýst.
Virkjanir og raforkusala sett á ON | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er einhver sem getur skýrt út tilganginn með þessari aðgerð? Ég hélt að OR væri fullfær um að reka þessi orkuver. Verður byggð svipuð höll og OR er í utan um ON Einhvernvegin læðist að mér sá grunur að þetta sé aðgerð til þess ætluð að komast dýpra í veski okkar viðskiptavina OR
Kjartan Sigurgeirsson, 31.12.2013 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.