Orkuveitan, mörg ár mun taka að moka flórinn eftir hin illu öfl.

Ég er en að velta fyrir mér hvernig þessir hlutir gerðust nú á tímum. Við menntum fólk og erum stolt af því. Við byggjum samfélag þar sem við viljum í orði hafa jöfnuð og réttlæti. En hvað, er þetta raunin? Þegar maður lítur yfir feril Orkuveitunnar þá verður maður dapur. Og hvers vegna skildi það vera? Jú sú trú að við getum byggt samfélag þar sem réttlæti og heiðarleiki, traust og trúnaður hefur orðið fyrir gríðarlegu höggi. En hvað er að fara úrskeiðis? Jú það erum við sjáf sem erum okkur verst. Fyrirtæki eins og Orkuveitan sem er í eigu almennings þarf vissulega að hafa góða stjórnendur, fólk sem hugsar um hag allra sem eiga fyrirtækið. Þetta sáum við með gömlu veiturnar þar sem hagsmunir eigenda og notenda voru virtir og fólk fékk að njóta ávaxtanna.

En svo verður breyting á með tilkomu OR. Það var eins og ill öfl næðu að skjóta sér inn, gráðugt fólk, hrokafullt fólk, og umfram allt fólk sem hafði illvilja og óþverraskap í sínu hjarta. Já það má vel orða það sem svo að djöfullinn var mættur. Og þar sem djöfullinn er fer illa. Jú það má segja að fyrirtækið var lagt í rúst, fjárhagslega og andlega. Það má segja að menn hafi nú um tíð verið að berjast við að ná djöflinum út. Að vissu leiti hefur það tekist en betur má ef duga skal. Sumir djöflar eru þarna en til staðar og þá þarf að fjarlægja og það sem fyrst. Hætt er við að sé það ekki gert þá fari þeir að draga aftur að sér djöfla og allt fari á sama veg. Ég vona að menn hafi þor og kjark til að ganga í skrokk á þessum illu öflum og koma þeim burtu frá Orkuveitunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband