Orkuveitan, er ekki rétt að gá til veðurs.

Jú það er margt vitlausara en það. Veðrið mun halda áfram með sínum hægðum og lægðum. Hjá Orkuveitunni hefur gengið á með afar djúpri og krappri lægð og gengið á með dimmum éljum. Það má segja að gengið hafi á með mannskaðaveðri. Gríðarlegt tjón hlaust af þessari djúpu lægð bæði fjárhagslegt og mannskaði var töluverður. Það sem skilur þessa lægð frá öðrum lægðum er að hún var af manna völdum. Þar komu til sögunnar afar óvandaðir menn, það held ég að allir geti verið sammála um. Óveðrið gekk yfir og við blasti rústir einar. Og hvað var nú til ráða? Liggur það ekki í augum uppi að byrja á því að koma því fólki frá rústunum sem ollu tjóninu og forða en frekari skaða.

Nei þeir virðast ætla að halda skaðvöldunum áfram þrátt fyrir það gífurlega tjón sem þeir hafa valdið. Þvílík vinnubrögð. Í stað þess að byggja á nýjum grunni og velja tíl þess fólk sem hefur þekkingu og heiðarleika að leiðarljósi á enn að halda af stað með fólki sem sýnt hefur af sér óþokka, getuleysi og annan óþverraskap eins og ég hef sagt frá. Það er ótrúlegt að þetta fólk skuli yfir höfuð geta gengið þarna um gólf, sýnir það ekki hverslags fólk er hér um að ræða. Mér er helst að halda að Bjarni forstjóri viti ekki eða geri sér ekki grein fyrir gjörðum þessa fólks eða hreint út sagt að honum hafi verið bannað að hrófla við þessu fólki. Við vitum jú að upplýsingar fulltrúinn sem er góður og gegn Samfylkingarmaður, er þarna á opinberum launum, en hann var jú einn af þessu liði sem tjúttaði vel og lengi í ósómanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband