Orkuveitan, annar BIKAR í húsi og forstjórinn að verða að þjóðarhetju.

Ja hérna, mikil og merkileg eru mannanna verk. OR er að verða þetta líka fyrirmynda fyrirtæki að eftir er tekið. Nú er það jafnréttisbikar sem fyrirtækið fær verðlaun fyrir. Gott og vel, batnandi mönnum er best að lifa. Við skulum vona að fyrirtækið standi undir þessu hrósi. En oft er flagð undir fögru skinni. Þetta er kannski ekki alveg í samræmi við það sem ég hef verið að segja. Það er að minnsta kosti stutt frá geislabaugnum í lygina og óþverrann, segi ekki meir. Ég á að minnsta kosti erfitt með að skilja þessi stórkostlegu afrek forstjórans og verandi þó enn með skítafarminn innanborðs. Hef þó heyrt sagt að verið sé að skoða þau mál, hvað sem það nú þýðir.

Sumum hefur fundist skrítið að engin hafi svarað þessum hörðu skrifum. Það er auðvitað einföld skýring á því. Færu þeir að svara er hætt við að umræða gæti sprottið upp og það forðast þeir eins og heitan eldinn. En þar sem ýmislegt er á döfini hjá mér ætla ég að ljúka þessum skrifum mínum um Orkuveituna hér á blogginu. Ég vil þakka stjórnendum að hafa umborið það sem ég hef verið að segja. Kannski verið á gráu svæði, en ég hef þó alltaf sagt satt og rétt frá og það held ég að allir viti þó ef til vill séu menn ósáttir við að setja þetta á prent. En ég ætla bara að enda þetta á þeim orðum sem ég heyrði þegar ég var ungur maður og hlustaði stundum á gömlu gufuna.

Þakka þeim sem hlýddu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband