Orkuveitan, að hafa hausinn í lagi.

Af því að ég er nú mikill aðdáandi íþrótta þá sérstaklega fótbolta og handbolta og hef sjálfur kynnst því lífi langar mig að segja þetta. Boltinn getur verið harður og óvæginn. Sumir virðast hafa mikla getu en engu að síður ná þeir aldrei langt í sinni íþrótt. Aðrir virðast ekki hafa mikla getu en ná þó sumir ótrúlega langt og geta jafnvel orðið atvinnumenn. En hvernig stendur á þessu? Jú það sem allt snýst um í íþróttum er að hafa hausinn í lagi. Ef það er ekki að gerast ná menn ekki langt. Þá er það þannig í boltanum að við höfum skiptimenn og hikum ekki við að nota þá. Séu menn ekki að standa sig þá er þeim umsvifalaust skipt útaf. Megin krafan er að menn hafi hausinn í lagi, ekki flókið.

Í fyrirtæki eins og Orkuveitunni er þessu öfugt farið. Þar þarft ekki að hafa hausinn í lagi, þar þaf ekki að vera búinn að sýna neina getu eða hæfileika til að komast þar í æðstu stjórnunarstöður. Það sem þú þarft að hafa eru flott prófskýrteini, vera vel greiddur og snyrtilegur til fara, glitrandi skolp oft á tíðum. Að hafa hausinn í lagi, sýna virðingu og drengskap er einskins virði. Og það sem virðist skrítnasta við þetta er að skiptimennirnir eru aldrei notaðir sama hvað rugl þessir herrar gera. Ótrúleg afglöp í starfi og þú ert jafnvel hækkaður í tign og gerður að framkvæmdarstjóra í dótturfyrirtæki. Mér er þetta ill skiljanlegt. Það fólk sem hefur ráðið OR síðan það var stofnað hefur ekki haft hausinn á lagi og því fór sem fór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband